Körfuknattleiksfélagið Gosi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Körfuknattleiksfélagið Gosi síðar Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur var reykvískt íþróttafélag sem stofnað var 25. desember 1951. Það var lagt niður árið 1970 þegar starfsemin rann inn í nýstofnaða körfuknattleiksdeild Vals.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Körfuknattleiksfélagið Gosi var stofnað af nokkrum nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík. Líkt og nafnið gefur til kynna fylgdi takmörkuð alvara máli. Félagið fékk ekki formlega aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur fyrst í stað og keppti því sem gestalið á fyrsta Íslandsmótinu í körfubolta sem fram fór á árinu 1952. Félagið vann til Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum undir þessu heiti sínu næstu árin.[1] Guðmundur Georgsson var formaður félagsins flestöll fyrstu árin.

Í lok árs 1957 var ákveðið að breyta nafni félagsins í Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur (KFR). Um leið var tilkynnt um ráðningu Evalds Mikson sem aðalþjálfara félagsins.[2] Undir hinu nýja heiti urðu liðsmenn Körfuknattleiksfélags Reykjavíkur tvívegis Reykjavíkurmeistarar, auk þess sem starf yngri flokka stóð í blóma. Í september 1970 yfirtók Körfuknattleiksdeild Vals alla starfsemi félagsins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Skafti Hallgrímsson (2001): 37.
  2. „Morgunblaðið 2. febrúar 1958“.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Skafti Hallgrímsson. (2001). Leikni ofar líkamsburðum. Saga körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld. Reykjavík: KKÍ.