Fara í innihald

Geimkönnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Könnun geimsins)
Sputnik 1
Júrí Gagarín
Buzz Aldrin
(frá toppi til táa)

Geimkönnun kallast það að nota stjörnufræði og geimtækni til að kanna geiminn. Könnun á geiminum er framin af annaðhvort mönnum eða vélmennum. Þar sem stjörnufræði kallast það að athuga geiminn frá Jörðinni og hefur verið stunduð frá ómunatíð var geimkönnun aftur á móti gerð að raunveruleika á 20. öld með þróun stórra og hagkvæmra geimflauga. Almennar ástæður sem lagðar eru fram fyrir könnun geimsins eru m.a. framþróun vísindarannsókna, samvinna milli þjóða og sköpun aðstöðumuna miðað við önnur lönd.

Mikil samkeppni hefur verið milli þjóða á leiðinni til könnunar geimsins, t.d. á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Kalda stríðinu. Fyrsta tímabilinu í könnun geimsins fylgdi Geimferðakapphlaupið, þar sem fyrirnefndu lönd kepptu við hvorn annan. Spútnik 1, það fyrsta geimfar sett á braut um jörðu, var skotið í geiminn af Sovétríkjunum 4. október 1957. Það fyrsta geimfarið sem lendi á Tunglið var bandaríska geimskipið Apollo 11, sem lendi þar 20. júlí 1969. Sovétríkin náðu mörgum tímamótum fyrst, t.d. sú fyrsta lifandi vera á braut um jörðu, það fyrsta geimflug með menn um borð (Júrí Gagarín um borð í Vostok 1) árið 1961, sú fyrsta geimganga (Aleksei Leonov) árið 1965, sú fyrsta lending á annan himnihnött (Lúna 9) árið 1966 og sú fyrsta geimstöð (Saljút 1) árið 1971.

Eftir fyrstu tuttugu ár í könnun geimsins var byrjað á þroún endurnýtanlegra geimfara eins og Space Shuttle. Nýtt samvinnu- í stað fyrir samkeppnistímabil fygldi þessum árum, og verkefni eins og Alþjóðlega geimstöðin hófust. Frá tíunda áratugnum varð til mikill áhugi á geimferðamennsku og þróun einkageimgeira. Árið 2003 sendi Alþýðulýðveldið Kína mann upp í geiminn og Evrópusambandið, Japan og Indland hafa öll staðfest að þau ætli að senda fleiri menn upp í geiminn. Bandaríkin sögðust ætla að senda geimfar aftur til Tunglsins fram að 2018 og síðar annað til Mars.