Kóreugreni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kóreugreni
Ungt Kóreugreni
Ungt Kóreugreni
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. koraiensis

Tvínefni
Picea koraiensis
Nakai[1]
Samheiti
  • Picea intercedens Nakai
  • Picea intercedens var. glabra Uyeki
  • Picea koyamae var. koraiensis (Nakai) Liou & Z.Wang
  • Picea pungsanensis var. intercedens (Nakai) T.Lee
  • Picea tonaiensis Nakai[2]

Kóreugreni (fræðiheiti: Picea koraiensis)[3] er grenitegund. Það er kallað Jel koreiskaya á rússnesku og Hongpi yunshan (紅皮雲杉) á kínversku.

Þetta er meðalstórt sígrænt tré, að 30 metra hátt, með stofnþvermál að 0,8 metrum. Sprotarnir eru rauðgulbrúnir, hárlausir eða gishærðir. Barrið er nálarlaga, 12 til 22 mm langt, tígullaga í þversniði, dökk blágrænt með áberandi loftaugarákum. Könglarnir eru sívalt-keilulaga, 4 til 8 sm langir og 2 sm breiðir, verða fölbrúnir við þroska 5–7 mánuðum eftir frjóvgun, og eru með stífar ávalar hreisturskeljar.

Það finnst mestmegnis í Norður-Kóreu nálægt ánni Yalu, og í Rússlandi nálægt ánni Ussuri. Í Kína er það bundið við norðaustur héruðin Heilongjiang, Jilin, og Liaoning. Það er einnig talið mögulegt að það finnist í Suður-Prímorju í Rússlandi.

Það er náskylt burstagreni (Picea koyamae) en sumir grasafræðingar telja þau sömu tegund.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Picea koraiensis“. IUCN Red List of Threatened Species. Version 12.2. International Union for Conservation of Nature. 1998. Sótt 16. mars 2013.
  2. Kóreugreni. The Plant List. Sótt 26 march 2015.
  3. English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 572. ISBN 978-89-97450-98-5. Sótt 24. desember 2016 – gegnum Korea Forest Service.

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

  • Xiancang, Chou. "STUDY ON THE CUTTAGE TECHNIQUE OF GREEN BRANCH FOR PICEA KORAIENSIS [J]." FOREST SCIENCE AND TECHNOLOGY 5 (1995).

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.