Silicon Valley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kísildalur)
Jump to navigation Jump to search
Silicon Valley

Silicon Valley eða Kísildalurinn er nafn sem er notað yfir landsvæði við syðri hluta San Francisco-flóa í Norður-Kaliforníu, Bandaríkjunum. Á þessu svæði eru margir bæir. Nafngiftin vísaði í upphafi til mikillar framleiðslu svæðisins á kísilflögum en varð að lokum samnefnari fyrir allan hátækniiðnaðinn á svæðinu.

Heitið nær yfir norðurhluta Santa Clara Valley og nærliggjandi svæði á suðurhluta San Francisco-skagans.

Nafnið[breyta | breyta frumkóða]

Blaðamaðurinn Don Hoefler notaði orðið fyrstur manna Silicon Valley 1971 sem fyrirsögn í greinaröð í tímaritinu Electronic News. Silicon („kísill“) vísar til mikils iðnaðar í kringum hálfleiðara og tölvur á svæðinu, en Valley („dalur“) vísar til Santa Clara Valley.

Heitið er nú líka notað um aðliggjandi svæði við San Francisco-flóa, þangað sem tölvuiðnaðurinn hefur flutt starfsemi sína.

Á 8. og 9. áratugnum var algengt að blaðamenn vissu ekki hvernig ætti að stafa silicon og skrifuðu það gjarnan silicone, en það er efni sem notað er í brjóstastækkanir.

Saga svæðisins[breyta | breyta frumkóða]

Á fyrri hluta 20. aldar var lítið um hátækniiðnað á svæðinu. Margir mjög góðir háskólar voru í grenndinni en nemendur voru jafnan fljótir að flytjast í burtu eftir að þeir höfðu lokið námi. Frederick Terman prófessor við Stanford-háskóla vildi breyta þessu. Hann smíðaði áætlun sem miðaði að því að útvega nemendum áhættufjármagn gegn því að þeir yrðu um kyrrt á svæðinu. Þetta gekk vel og tveir nemendur skólans, William Hewlett og David Packard, stofnuðu fyrsta hátæknifyrirtæki svæðisins, Hewlett Packard árið 1939.

Árið 1951 var Stanford Research Park settur á fót, röð lítill iðnaðarbygginga sem voru leigðar á mjög lágu verði til tæknifyrirtækja. Árið 1954 var starfsmönnum fyrirtækja gert kleift að öðlast framhaldsmenntun meðfram námi.

Árið 1956 flutti William Shockley í bæinn Mountain View í Silicon Valley. Hann hafði verið einn af þeim sem fundu upp smárann þegar hann vann hjá Bell Labs árið 1953. Shockley stofnaði fyrirtækið Shockley Semiconductor Laboratory. Með tímanum þjáðist Shockley í æ ríkara mæli af móðursýki og beindist hún aðallega gegn starfsmönnum hans. Árið 1957 hættu 8 af færustu verkfræðingum hans og stofnuðu Fairchild Semiconducor.

Sama sagan endurtók sig nokkrum sinnum: verkfræðingar misstu stjórn á fyrirtækjum sínum og starfsmenn þeirra stofnuðu ný fyrirtæki. Þannig mynduðust út frá fyrirtækinu Fairchild Semiconductor meðal annars fyritækin AMD, Signetics, National Semiconductor og Intel.

Í byrjun 8. áratugarins voru mörg hálfleiðaraframleiðslufyrirtæki á svæðinu, tölvufyrirtæki sem notuðust við afurður þeirra fyrrnefndu og hugbúnaðarfyrirtæki sem þjónuðu báðum aðilum. Mikið framboð var af ódýru iðnaðarhúsnæði. Vöxturinn var að mestu fjármagnaður með áhættufjármagni og í almennu hlutafjárútboði Apple tölvufyrirtækisins árið 1980 náði framboð fjármagns hámarki.

Silicon Valley séð frá San Jose

Háskólar[breyta | breyta frumkóða]

Fjórir háskólar eru staðsettir í Silicon Valley.

Nokkrir aðrir háskólar eru ekki staðsettir í Silicon Valley en hafa haft þónokkur áhrif á svæðið, m.a. með því að stunda rannsóknir sem fyrirtækin hafa nýtt sér og útskrifað starfsfólk sem hafa síðan hafið störf hjá fyrirtækjum í Silicon Valley.

Borgir og bæir[breyta | breyta frumkóða]

Í Silicon Valley eru ýmsar borgir og bæir. Í stafrófsröð eru þetta:

Þekkt fyrirtæki í Silicon Valley[breyta | breyta frumkóða]

Meðal þeirra fyrirtækja sem nú starfa í Silicon Valley eru:

Silicon útbreiðslan[breyta | breyta frumkóða]

Yfirvöld á ýmsum stöðum víðsvegar um heiminn hafa tekið upp á því að bæta silicon við nafn svæðis til að skapa tengingu við Silicon Valley, laða að fjárfesta og efla hátækniiðnaðinn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]