Fara í innihald

Kálfshamarsvík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vitinn í Kálfshamarsvík
Stuðlaberg við Kálfshamarsvík

Kálfshamarsvík er lítil vík norðarlega á vestanverðum Skaga. Þar var áður lítið þorp og nokkur útgerð en víkin er nú í eyði.

Fyrsta húsið í Kálfshamarsvík var reist rétt eftir aldamótin 1900. Á fyrstu áratugum 20. aldar og fram undir 1940 var mikil útgerð í Kálfshamarsvík og um 1930 var 151 maður heimilsfastur þar. Í þorpinu var samkomuhús og skóli og einhverjar smáverslanir. Fiskleysi og þjóðfélagsbreytingar á stríðsárunum urðu til þess að fólki fækkaði og síðustu íbúarnir fluttu burt veturinn 1947-1948. Fluttist útgerðin og fólkið aðallega til Skagastrandar.

Á Kálfshamarsnesi er viti sem upphaflega var reistur 1913 en endurbyggður 1939. Stuðlaberg setur svip sinn á umhverfið í Kálfshamarsvík.

Rétt norðan við Kálfshamarsvík er eyðibýlið Saurar, sem var mikið í fréttum snemma árs 1964 vegna draugagangs sem þar átti að vera en síðar þótti allt benda til þess að Sauraundrin ættu sér aðrar orsakir.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Þorpið sem hvarf. Þjóðviljinn, 28. september 1983“.
  • „Eru undrin á Saurum af mannavöldum? Vísir, 23. mars 1964“.