Jónína Benediktsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jónína Benediktsdóttir (26. mars 1957 - 16. desember 2020) var íslenskur íþróttafræðingur, detox-ráðgjafi, athafnakona og samfélagsrýnir.[1]

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Jónína fæddist á Akureyri og voru foreldrar hennar Ásta Þorkelsdóttir Ottesen (1928-1980) sjúkraliði og Benedikt Ingvar Helgason (1926-2012) tónlistarkennari.

Jónína lauk prófi í íþróttafræði frá McGill University í Kanada árið 1981 og síðar lauk hún námskeiði í viðskiptafræðum frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.[2]

Hún rak um árabil líkamsræktarstöðvar og veitti detox-ráðgjöf.

Jónína var mikil baráttukona gegn Baugsveldinu á síðustu árum þess.[3] Hún var á þeim tíma ástkona Styrmis Gunnarssonar,[4] þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og urðu tölvupóstar hennar að fréttaefni árið 2006, hvort tveggja þeir sem vörðuðu persónulegt líf hennar sem og þeir sem fjölluðu um barátta hennar fyrir dómsmáli Jóns Geralds Sullenberger gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni þáverandi stjórnarformanni Baugs.

Jónína eignaðist þrjú börn með fyrri eiginmanni sínum Stefáni Einari Matthíassyni lækni. Seinni maður Jónínu var[5] Gunnar Þorsteinsson[6], betur þekktur sem Gunnar í Krossinum en þau skildu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jónína Benediktsdóttir er látin Vísir, skoðað 17. des. 2020
  2. Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn J-Ö, bls. 499-500, (Reykjavík, 2003)
  3. Jónínu Benediktsdóttur. „Drullukökur 21. aldarinnar“. mbl.is. „Baugsmenn keyptu dýrustu pr-skrifstofu í London til þess að stöðva bókina mín „Who stole Iceland" árið 2003.“
  4. https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=349772 Jónína og Styrmir voru í ástarsambandi
  5. „Jónína Ben og Gunnar skilin að borði og sæng“. DV. 23. apríl 2019. Sótt 7. júlí 2020.
  6. http://www.visir.is/g/20104789381