Fara í innihald

Just Mathias Thiele

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Just Mathias Thiele á málverki eftir Wilhelm Marstrand frá 1850.

Just Mathias Thiele (13. desember 17959. nóvember 1874) var danskur rithöfundur, þjóðsagnasafnari og safnstjóri. Hann safnaði dönskum þjóðsögum undir áhrifum frá Grimmbræðrum og gaf út í nokkrum bindum 1818-1823. Í ferð til Rómar 1825 kynntist hann Bertel Thorvaldsen og ritaði tvær ævisögur hans sem komu út í nokkrum bindum 1831-1850 og 1851-1856.[1]

Thiele starfaði sem ritari og bókavörður Konunglegu dönsku listaakademíunnar frá 1825 til 1871, og varð fyrsti safnvörður konunglega danska koparstungusafnsins. Hann starfaði líka sem einkaritari Kristjáns Friðriks frá 1838, en Kristján tók við konungdómi í Danmörku árið eftir.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „J.M. Thiele“. Gyldendal. Sótt 18 október 2010.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.