Jurtaöl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bandarískt jurtaöl gert eftir uppskrift frá 13. öld.

Jurtaöl eða porsöl er öl sem í stað humla er kryddað með ýmsum öðrum jurtum, eins og til dæmis mjaðarlyngi (pors)(Myrica gale), vallhumal (Achillea millefolium), malurt (Artemisia vulgaris), silfurfléttu (Glechoma hederacea), vallarhélukranso(Marrubium vulgare)g beitilyngi. (Calluna vulgaris)Í mörgum evrópskum málum er slíkt öl kallað upp á hollensku gruit eða gruyt sem er skylt orðinu „grautur“. Frakkar hófu að nota humla í bjórgerð á 9. öld og Norður-Evrópubúar á 12. öld. Þegar Þýsku hreinleikalögin voru sett í Bæjaralandi árið 1516 var notkun annarra jurta en humla bönnuð. Englendingar héldu lengi áfram að gera óhumlaðan bjór sem var kallaður ale en sá humlaði beer til aðgreiningar en smám saman dró úr framleiðslu á óhumluðu öli sem var nánast aldauða um miðja 19. öld. Með tilkomu örbrugghúsa undir lok 20. aldar hefur áhugi á jurtaöli aukist á ný. Stungið hefur verið upp á því að gera 1. febrúar að alþjóðlegum degi jurtaöls.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.