Fara í innihald

Juist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Juist frá austri til vesturs.

Juist er eyja og sveitarfélag í Aurich-umdæmi, Neðra-Saxlandi í Þýskalandi. Eyjan er ein af þeim sjö Austurfrísnesku eyjum sem eru byggðar. Nærliggjandi eyjar eru Borkum í vestri, Memmert í suðvestri og Nordeney í austri. Eyjan er 17 km að lengd og 500 til 1000 metrar á breidd. Tvö þorp eru á eyjunni, Juist og Loog.

Vélknúin ökutæki eru að mestu bönnuð á eyjunni. Aðeins slökkvilið eyjarinnar, þýski rauði krossinn og læknar hafa leyfi til að nota bifreiðar. Traktorar eru háðir sérstökum leyfum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.