Juðari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hjámiðjujuðari með sandpappírsskífum í mismunandi grófleika.
Juðari með spennum til að festa sandpappír.

Juðari er verkfæri sem notað er til að slétta yfirborð með því að slípa með sandpappír. Juðarar, sem stundum eru kallaðir slípivélar, eru yfirleitt knúnir rafmagni en margar mismunandi gerðir eru þó til. Sandpappír er festur á juðarann sem svo alla jafna færir pappírinn fram og aftur eða snýr honum í hringi og pússar þannig flötinn sléttan. Sandpappírinn getur verið með mismunandi grófleika, grófur pappír er lág tala (t.d. 60) og fínni pappír hærri tala (t.d. 400).