Fara í innihald

Joseph Boakai

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Joseph Boakai
Boakai árið 2023.
Forseti Líberíu
Núverandi
Tók við embætti
22. janúar 2024
VaraforsetiJeremiah Koung
ForveriGeorge Weah
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. nóvember 1944 (1944-11-30) (80 ára)
Worsonga, Líberíu
StjórnmálaflokkurEiningarflokkurinn
MakiKatumu Yatta (g. 1972)
Börn4
HáskóliHáskóli Líberíu
Ríkisháskólinn í Kansas
StarfStjórnmálamaður

Joseph Nyumah Boakai (f. 30. nóvember 1944) er líberískur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Líberíu frá árinu 2024. Hann var áður varaforseti Líberíu frá 2006 til 2018.

Boakai er meðlimur í Einingarflokknum og var varaforseti á tveimur kjörtímabilum Ellenar Johnson Sirleaf forseta. Hann bauð sig fram til forseta árið 2017 en tapaði fyrir George Weah með 38,5 % atkvæða í seinni umferð. Hann bauð sig aftur fram í forsetakosningum Líberíu árið 2023 og sigraði í þetta sinn Weah með 50,6 % atkvæða. Hann er þriðji lýðræðislega kjörni forsetinn í sögu Líberíu.

Æska og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Joseph Boakai fæddist 30. nóvember 1944 í Worsonga, þorpi í Lofa-sýsla í norðvesturhluta Líberíu, nálægt landamærunum við Gíneu. Hann er af fátækum bændaættum[1] og báðir foreldrar hans voru ólæsir, en Boakai fékk engu að síður haldgóða menntun.[2]

Boakai er líberískur frumbyggi og er ekki kominn af yfirstétt afkomenda bandarísk-líberískra leysingja, sem hafa ráðið lögum og lofum í stjórnmálum Líberíu um árabil.[3]

Boakai gekk í skóla í Síerra Leóne[4] en sneri síðan aftur til líberísku höfuðborgarinnar Monróvíu og gekk þar í meþódistaskólann College of West Africa og í Háskóla Líberíu.[5] Hann hlaut gráðu þaðan frá Alþjóðaþróunarstofnun Bandaríkjanna.

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Boakai hóf feril í stjórnmálum á níunda áratugnum með hagsmunabaráttu í þágu pálmaolíu- og kakóbænda.[1] Boakai var landbúnaðarráðherra frá 1983 til 1985 í ríkisstjórn Samuels Doe. Hann var síðan framkvæmdastjóri líberíska olíuhreinsunarfélagsins (LPRC) og siðan ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum.[2]

Árið 2005, eftir langa borgarastyrjöld í landinu, var Joseph Boakai kjörinn varaforseti Líberíu í forsetaframboði Ellenar Johnson Sirleaf, sem varð fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í Afríku.

Á tíma ebólufaraldursins í Vestur-Afríku árin 2014-2015 biðlaði Boakai til erlendra sendiráða og ræðismannsskrifstofa í Monróvíu um hjálp og fór í nokkrar ferðir til New York til að biðja um aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum og vekja athygli á ástandinu í Líberíu. Beiðnunum var svarað og ýmis hjálpargögn voru send til Líberíu, meðal annars sýklalyf.

Boakai er meðlimur í Einingarflokknum. Hann var frambjóðandi flokksins í forsetakosningum Líbaríu árið 2017. Hann komst í aðra kosningaumferð en tapaði fyrir George Weah með 38,46 % greiddra atkvæða.[6][7]

Boakai bauð sig fram á ný í forsetakosningum Líberíu 2023 og bar sigur úr býtum í seinni kosningaumferð með 50,64 % atkvæða gegn sitjandi forsetanum George Weah.[8][9] Boakai tók við embætti þann 22. janúar 2024.[10]

Preststörf

[breyta | breyta frumkóða]

Boakai er djákni í baptistakirjunni í Effort í Paynesville.[11]

Boakai er kvæntur og á fjögur börn.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Liberia: Joseph Boakai, vieux routier de la politique, revient au pouvoir pour «sauver le pays»“. RFI (franska). 19 nóvember 2023. Sótt 19 nóvember 2023.
  2. 2,0 2,1 „Liberia : Joseph Boakai contre George Weah, deux hommes que tout oppose – Jeune Afrique“. JeuneAfrique.com (franska). Sótt 19 nóvember 2023.
  3. 3,0 3,1 „Liberia : qui est Joseph Boakai, l'opposant qui a pris sa revanche sur Weah ?“. information.tv5monde.com. 18 nóvember 2023. Sótt 19 nóvember 2023.
  4. „Joseph Boakai: Who is Liberia's next president, set to replace George Weah“. BBC News (bresk enska). 22. desember 2017. Sótt 19 nóvember 2023.
  5. „Liberia : Joseph Boakai dribble George Weah et décroche la présidence“. Le Monde.fr (franska). 18 nóvember 2023. Sótt 19 nóvember 2023.
  6. „Liberia : Joseph Boakai veut reporter le second tour face à George Weah“. La Tribune (franska). 2017. Sótt 25 janúar 2018.
  7. „George Weah, l'ex star du foot qualifié pour le second tour des élections présidentielles du Liberia“. La Croix (franska). 13 október 2017. ISSN 0242-6056. Sótt 25 janúar 2018.
  8. „Boakai nýr forseti Líberíu“. mbl.is. 22. janúar 2024. Sótt 16. júní 2025.
  9. Atli Ísleifsson (21. nóvember 2023). „For­seta­tíð Geor­ge Weah senn á enda“. Vísir. Sótt 16. júní 2025.
  10. „Liberia : le président Joseph Boakai, vainqueur de George Weah, prête serment lundi à Monrovia“. Le Monde. 22 janúar 2024.
  11. David A. Yates, ‘Remain Resilient’ Geymt 31 janúar 2023 í Wayback Machine, liberianobserver.com, USA, 05 octobre 2021


Fyrirrennari:
George Weah
Forseti Líberíu
(22. janúar 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti