Joseph Boakai
Joseph Boakai | |
---|---|
![]() Boakai árið 2023. | |
Forseti Líberíu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 22. janúar 2024 | |
Varaforseti | Jeremiah Koung |
Forveri | George Weah |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 30. nóvember 1944 Worsonga, Líberíu |
Stjórnmálaflokkur | Einingarflokkurinn |
Maki | Katumu Yatta (g. 1972) |
Börn | 4 |
Háskóli | Háskóli Líberíu Ríkisháskólinn í Kansas |
Starf | Stjórnmálamaður |
Joseph Nyumah Boakai (f. 30. nóvember 1944) er líberískur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Líberíu frá árinu 2024. Hann var áður varaforseti Líberíu frá 2006 til 2018.
Boakai er meðlimur í Einingarflokknum og var varaforseti á tveimur kjörtímabilum Ellenar Johnson Sirleaf forseta. Hann bauð sig fram til forseta árið 2017 en tapaði fyrir George Weah með 38,5 % atkvæða í seinni umferð. Hann bauð sig aftur fram í forsetakosningum Líberíu árið 2023 og sigraði í þetta sinn Weah með 50,6 % atkvæða. Hann er þriðji lýðræðislega kjörni forsetinn í sögu Líberíu.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Æska og menntun
[breyta | breyta frumkóða]Joseph Boakai fæddist 30. nóvember 1944 í Worsonga, þorpi í Lofa-sýsla í norðvesturhluta Líberíu, nálægt landamærunum við Gíneu. Hann er af fátækum bændaættum[1] og báðir foreldrar hans voru ólæsir, en Boakai fékk engu að síður haldgóða menntun.[2]
Boakai er líberískur frumbyggi og er ekki kominn af yfirstétt afkomenda bandarísk-líberískra leysingja, sem hafa ráðið lögum og lofum í stjórnmálum Líberíu um árabil.[3]
Boakai gekk í skóla í Síerra Leóne[4] en sneri síðan aftur til líberísku höfuðborgarinnar Monróvíu og gekk þar í meþódistaskólann College of West Africa og í Háskóla Líberíu.[5] Hann hlaut gráðu þaðan frá Alþjóðaþróunarstofnun Bandaríkjanna.
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Boakai hóf feril í stjórnmálum á níunda áratugnum með hagsmunabaráttu í þágu pálmaolíu- og kakóbænda.[1] Boakai var landbúnaðarráðherra frá 1983 til 1985 í ríkisstjórn Samuels Doe. Hann var síðan framkvæmdastjóri líberíska olíuhreinsunarfélagsins (LPRC) og siðan ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum.[2]
Árið 2005, eftir langa borgarastyrjöld í landinu, var Joseph Boakai kjörinn varaforseti Líberíu í forsetaframboði Ellenar Johnson Sirleaf, sem varð fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í Afríku.
Á tíma ebólufaraldursins í Vestur-Afríku árin 2014-2015 biðlaði Boakai til erlendra sendiráða og ræðismannsskrifstofa í Monróvíu um hjálp og fór í nokkrar ferðir til New York til að biðja um aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum og vekja athygli á ástandinu í Líberíu. Beiðnunum var svarað og ýmis hjálpargögn voru send til Líberíu, meðal annars sýklalyf.
Boakai er meðlimur í Einingarflokknum. Hann var frambjóðandi flokksins í forsetakosningum Líbaríu árið 2017. Hann komst í aðra kosningaumferð en tapaði fyrir George Weah með 38,46 % greiddra atkvæða.[6][7]
Boakai bauð sig fram á ný í forsetakosningum Líberíu 2023 og bar sigur úr býtum í seinni kosningaumferð með 50,64 % atkvæða gegn sitjandi forsetanum George Weah.[8][9] Boakai tók við embætti þann 22. janúar 2024.[10]
Preststörf
[breyta | breyta frumkóða]Boakai er djákni í baptistakirjunni í Effort í Paynesville.[11]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Boakai er kvæntur og á fjögur börn.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Liberia: Joseph Boakai, vieux routier de la politique, revient au pouvoir pour «sauver le pays»“. RFI (franska). 19 nóvember 2023. Sótt 19 nóvember 2023.
- ↑ 2,0 2,1 „Liberia : Joseph Boakai contre George Weah, deux hommes que tout oppose – Jeune Afrique“. JeuneAfrique.com (franska). Sótt 19 nóvember 2023.
- ↑ 3,0 3,1 „Liberia : qui est Joseph Boakai, l'opposant qui a pris sa revanche sur Weah ?“. information.tv5monde.com. 18 nóvember 2023. Sótt 19 nóvember 2023.
- ↑ „Joseph Boakai: Who is Liberia's next president, set to replace George Weah“. BBC News (bresk enska). 22. desember 2017. Sótt 19 nóvember 2023.
- ↑ „Liberia : Joseph Boakai dribble George Weah et décroche la présidence“. Le Monde.fr (franska). 18 nóvember 2023. Sótt 19 nóvember 2023.
- ↑ „Liberia : Joseph Boakai veut reporter le second tour face à George Weah“. La Tribune (franska). 2017. Sótt 25 janúar 2018.
- ↑ „George Weah, l'ex star du foot qualifié pour le second tour des élections présidentielles du Liberia“. La Croix (franska). 13 október 2017. ISSN 0242-6056. Sótt 25 janúar 2018.
- ↑ „Boakai nýr forseti Líberíu“. mbl.is. 22. janúar 2024. Sótt 16. júní 2025.
- ↑ Atli Ísleifsson (21. nóvember 2023). „Forsetatíð George Weah senn á enda“. Vísir. Sótt 16. júní 2025.
- ↑ „Liberia : le président Joseph Boakai, vainqueur de George Weah, prête serment lundi à Monrovia“. Le Monde. 22 janúar 2024.
- ↑ David A. Yates, ‘Remain Resilient’ Geymt 31 janúar 2023 í Wayback Machine, liberianobserver.com, USA, 05 octobre 2021
Fyrirrennari: George Weah |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |