Joe Rogan
Joe Rogan (fæddur 11. ágúst 1967) er bandarískur þáttastjórnandi, uppistandari, leikari og sjónvarpsmaður. Hann er meðal annars þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum News Radio, sem umsjónarmaður Fear Factor og fyrir það að lýsa bardögum í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Hann stýrir hlaðvarpsþættinum The Joe Rogan Experience sem er einn sá vinsælasti í heimi. Í þættinum fær hann ýmsa gesti til sín af fjölbreyttum bakgrunnum. Árið 2020 gerði hann samning við Spotify um kaup á þættinum sem er metinn á um 100 milljónir dala og í kjölfarið fluttust allir hlaðvarpsþættirnir yfir á Spotify.
Tónlistarmennirnir Neil Young og Joni Mitchell gagnrýndu Joe í janúar 2022 fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um COVID-19 í þættinum en hann ræddi við lækni sem var gagnrýninn á bólusetningar. Joe tók gagnrýnina til sín og sagðist ætla að bjóða upp á umræðu sem sýndi aðrar hliðar. Hann ætlaði sér ekki að breiða út rangar upplýsingar. [1]
Útgefið uppistand
[breyta | breyta frumkóða]- I'm Gonna Be Dead Someday... (Geisladiskur) 2000
- Joe Rogan: Live from the Belly of the Beast (DVD) 2001
- Joe Rogan: Live (DVD) 2006
- Shiny Happy Jihad (Geisladiskur) 2007
- Talking Monkeys In Space (Geisladiskur og DVD) 2010
- Live from the Tabernacle 2012 (á netinu)
- Rocky Mountain High 2014 (á netinu)
- Triggered (Netflix) 2016
- Strange Times (Netflix) 2018
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Geymt 10 maí 2010 í Wayback Machine
- Joe Rogan á Internet Movie Database
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Joe Rogan pledges to try harder after Neil Young Spotify row BBC, sótt 31. jan 2022