Joan Clarke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Joan Elisabeth Lowther Murray MBE (áður Clarke , 24. júní 1917 - 4. september 1996) var enskur dulritunarfræðingur sem þekkt er fyrir hlutverk sitt í Enigma verkefninu sem gekk út á að leysa dulkóðuð og leynileg samskipti nasista Þýskalands. Fyrir það hlaut hún ýmis verðlaun og tilnefningar og var skipuð meðlimur í reglu breska heimsveldisins árið 1946.[1][2]

Ungdómur[breyta | breyta frumkóða]

Joan Elisabeth Lowther Clarke fæddist 24. júní 1917 í West Norwood, London, Englandi. Hún var yngsta barn Dorothy (áður Fulford) og Revd William Kemp Lowther Clarke, prests. Hún átti þrjá bræður og eina systur.[3]

Clarke sótti Dulwich High School, skóla fyrir stelpur, í suðurhluta London og vann styrk árið 1936, til að sækja Newnham College í Cambridge þar sem hún náði tvöfaldri fyrstu gráðu í stærðfræði og var titluð sem Wrangler, þ.e. nemandi sem öðlast fyrsta flokks heiður fyrir góðan árangur.[4][5] Henni var neitað um heila gráðu, þar sem Cambridge veitti aðeins mönnum það þar til 1948.[1]

Stærðfræðilegir hæfileikar Clarke voru fyrst uppgötvaðir af Gordon Welchman, í grunnnámi í rúmfræðitíma í Cambridge. Welchman var einn af helstu fjórum stærðfræðingum sem voru ráðnir árið 1939 til að hafa umsjón með afkóðunaraðgerðum í Bletchley Park. Eftir að hafa tekið eftir stærðfræðilegum hæfileikum Clarke bauð hann henni að taka þátt í Bletchley Park og vera hluti af "Government Code and Cypher School" (GCCS).

GCCS byrjaði árið 1939 með aðeins einum tilgangi, að brjóta þýska Enigma kóðann. Enigma kóðinn var vél sem Þjóðverjar fundu upp á til að dulkóða skilaboðin sín; þeir trúðu eindregið að vélin þeirra væri óbrjótandi. Clarke kom fyrst til Bletchley Park þann 17. júní 1940. Hún var fyrst sett í hóp sem samanstóð aðeins af konum og nefnist "Stelpurnar", sem gerðu aðallega reglulega ritvinnu. Á þessum tíma var dulmálsfræði ekki starf fyrir konu. Samkvæmt Clarke vissi hún aðeins af einni annarri kvenkyns dulfræðingi sem starfaði í Bletchley Park.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Afkóðun í Bletchley Park[breyta | breyta frumkóða]

Í júní 1940 var Clarke ráðin af fyrrverandi fræðilegum leiðbeinanda hennar, Gordon Welchman, til Government Code and Cypher School (GC & CS).[6] Hún starfaði hjá Bletchley Park á deild þekkt sem Hut 8 og varð fljótlega eini kvenkyns sérfræðingur Banburismus, dulritunarferli þróað af Alan Turing sem minnkaði þörfina fyrir sprengjur - rafvélræn tæki eins og notuð voru af bresku dulfræðingunum Welchman og Turing til að afkóða þýsk dulkóðuð skilaboð á síðari heimsstyrjöldinni.[7] Þó að Clarke hafi haft sömu stöðu og karlkyns samstarfsmenn hennar, fékk hún greidd lægri laun vegna kyns hennar. Fyrsta stöðuhækkun Clarke var vegna málvísindakerfis sem hún hannaði til að vinna sér inn auka peninga sína þrátt fyrir að tala ekki annað tungumál. Þessi stöðuhækkun var viðurkenning á vinnuálagi hennar og framlagi til liðsins.

Árið 1941 voru togarar teknir fastir sem og búnaður þeirra og kóðar. Áður en þessar upplýsingar fengust höfðu úlfahjarðir Þjóðverja sökkt 282.000 tonnum af varningi á mánuði frá mars til júní 1941. Í nóvember var Clarke og lið hennar fær um að draga úr þessum fjölda niður í 62.000 tonn.[8] Hugh Alexander , yfirmaður Hut 8 frá 1943 til 1944, lýsti henni sem "einn besta Banburists sérfræðingi á deildinni".[9]   Alexander sjálfur var talinn bestur af Banburists. Hann og I. J. Good töldu ferlið frekar vera vitsmunalegur leikur en starf. Það var "ekki nógu auðvelt til að vera léttvægt, en ekki nógu erfitt til að valda taugaáfalli".[10]  

Clarke varð staðgengill yfirmanns Hut 8 árið 1944,[9][11] þrátt fyrir að ýmislegt kæmi í veg fyrir framfarir hennar vegna kyns og henni væri greidd lægri launum en karlar.[3]

Clarke og Turing urðu mjög góðir vinir í Bletchley Park. Turing raðaði vöktunum þeirra þannig að þau gætu unnið saman, og þau eyddu einnig mikið af frítíma sínum saman. Í byrjun 1941, bar Turing fram bónorð við Clarke, og kynnti hana fyrir fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt samkynhneigð sína fyrir henni, lét hún sér fátt um finnast" með opinberuninni. Turing ákvað svo að hann gæti ekki farið í gegnum hjónabandið með Clarke og sleit trúlofuninni um mitt árið 1941. Clarke viðurkenndi síðar að henni hefði grunaði samkynhneigð Turing um nokkurt skeið og það hefði ekki komið mikið á óvart þegar hann opinberaði það við sig.[12][13]

Clarke og Turing urðu nánir vinir fljótlega eftir að þau kyntust og héldu vináttu sinni áfram alveg fram að dauða Turing árið 1954. Þau deildi mörgum áhugamálum og höfðu svipaða persónuleika.[1]


Eftir stríðið[breyta | breyta frumkóða]

Eftir stríðið starfaði Clarke fyrir aðalskrifstofu ríkisstjórnarinnar (GCHQ) þar sem hún hitti undirofurstann John Kenneth Ronald Murray, fyrrum herforingja sem hafði þjónað í Indlandi. Þau giftust 26. júlí 1952 í Chichester-dómkirkjunni. Stuttu eftir hjónabandið lét John Murray af störfum hjá GCHQ vegna veikinda og parið flutti til Crail in Fife.[5] Þau sneru aftur til vinnu hjá GCHQ árið 1962, þar sem Clarke vann þar til hún lagði af störum árið 1977 60 ára að aldri.[3][14]

Eftir andlát eiginmanns síns árið 1986, flutti Clarke til Headington, Oxfordshire, þar sem hún hélt áfram rannsóknum sínum á myntum. Á níunda áratugnum aðstoðaði hún Sir Harry Hinsley með viðauka við bindi 3, 2. hluta af Breska leyniþjónustan í annarri heimsstyrjöldinni.[4] Hún hjálpaði einnig sagnfræðingum að læra stríðstímakóða sem var afkóðaður hjá Bletchley Park. Vegna áframhaldandi leyndar á dulritunarferlinu, er fullur árangur hennar ennþá óþekktur.[3]

Myntfræðiáhugi[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa kynnst eiginmanni sínum, sem hafði gefið út efni um skosku myntina á 16. og 17. öld, þróaði Clarke með sér áhuga á sögu myntfræðarinnar.[8] Hún setti á stofn röð af flóknum myntum svo sem einhyrninga gull og þungu silfurmynti sem voru í umferð í Skotlandi á valdatíma James III og James IV. Árið 1986 voru rannsóknir hennar viðurkenndar af Breska myntráðinu þegar hún hlaut Sanford Saltus gullverðlaunin. Útgáfa nr. 405 í Numismatic Circular lýsir viðfanginu í ritgerð hennar sem "lögsögu" (e. magisterial)[4][15]

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Lítið er vitað um persónuleg áhugamál Clarke eða um fortíð hennar. Samkvæmt Kerry Howard, rannsóknarmanni um sögu kvenna í seinni heimsstyrjöldinni , var Joan Clarke mjög prívat manneskja. Samkvæmt einum nágranna hennar, talaði hún aldrei um persónulegan bakgrunn sinn og var nokkuð vandræðarleg í félagslegum aðstæðum.   Það sem er vitað um líf hennar, er að Clarke átti fjöldan allan af áhugamálum sem urðu ástríða hennar, svo sem grasafræði , skák og að prjóna.[1]

Vorið 1941 þróaði Joan Clarke náið vináttusamband við Alan Turing , samstarfsmann hennar frá Hut 8. Turing og Clarke höfðu hittst áður þar sem Turing var vinur eldri bróðir Clarke. Um tíma voru þau óaðskiljanleg. Turing skipulagði vaktirnar sínar þannig að þau gætu unnið og eytt frítíma sínum saman. Snemma í vináttunni, lagði Turing fram bónorð við Clarke sem hún samþykkti. Nokkrum dögum eftir bónorðið sagði Turing Clarke frá samkynhneigð sinni og áhyggjur af hjónabandinu. Í lok sumars 1941 lauk trúlofun þeirra vegna þess að Turing var viss um að hjónaband þeirra yrðu mistök.

Seinna, árið 1947 hitti Clarke undirofurstann, John Kenneth Ronald Murray, fyrrum herforingja sem hafði þjónað í Indlandi. Clarke og Murray giftu sig 26. júlí 1952 í Chichester-dómkirkjunni.

Dánardagur[breyta | breyta frumkóða]

Hinn 4. september 1996 lést Clarke á heimili sínu í Headington.[3]

Túlkun[breyta | breyta frumkóða]

Clarke var leikin af Keira Knightley í myndinni The Imitation Game (2014), gegnt Benedict Cumberbatch sem Alan Turing.[16][17] Eftirlifandi frænka Turing, Inagh Payne, lýsti Clarke sem "frekar látlausri" og fanst því Knightley óviðeigandi kostur sem Clarke.[18] Ævisöguritarinn Andrew Hodges gagnrýndi einnig myndina, þar með talið að handritið sem honum fannst að "byggi upp tengslin við Joan miklu meiri en var í raun."[17]

Hins vegar, er grein eftir BBC blaðamanninn, Joe Miller, sem segjir að með myndinni hafa saga Clarke "verið gerð ódauðleg." Að því hvað varðar kvikmyndina sjálfa, hefur leikstjórinn Morten Tyldum haldið því fram að hún sýni velgengni Clarke á sínu sviði þrátt fyrir að vinna á tíma "þar sem gáfur hjá konum voru ekki metnar að verðleikum."[1]

Knightley var tilnefnd til Academy Award fyrir besta leikkona í aukahlutverki á 87. Academy Awards fyrir frammistöðu sína sem Clarke.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 https://www.bbc.com/news/technology-29840653.
 2. Snið:London Gazette
 3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 http://www-history.mcs.st-and.ac.uk/Biographies/Clarke_Joan.html.
 4. 4,0 4,1 4,2 http://www.oxforddnb.com/view/article/71791.
 5. 5,0 5,1 (PDF) http://www.britnumsoc.org/publications/Digital%20BNJ/pdfs/1997_BNJ_67_13.pdf.
 6. http://www.slate.com/blogs/browbeat/2014/12/03/the_imitation_game_fact_vs_fiction_how_true_the_new_movie_is_to_alan_turing.html.
 7. Welchman, Gordon (2005) [1997], The Hut Six story: Breaking the Enigma codes, Cleobury Mortimer, England: M&M Baldwin, bls. 138–145, ISBN 9780947712341 New edition updated with an addendum consisting of a 1986 paper written by Welchman that corrects his misapprehensions in the 1982 edition.
 8. 8,0 8,1 http://www-groups.dcs.st-and.ac.uk/~history/Biographies/Clarke_Joan.html.
 9. 9,0 9,1 Snið:Page needed
 10. Good (1993) p. 157.Snið:Full citation needed
 11. http://www.bletchleyparkresearch.co.uk/research-notes/women-codebreakers/.
 12. . ISBN 9780393329094.
 13. http://aperiodical.com/2014/07/an-alan-turing-expert-watches-the-the-imitation-game-trailer/.
 14. British Numismatic Journal.
 15. http://www.britnumsoc.org/mpandf/sanfordsaltus.shtml.
 16. "Joan Clarke leikið af Keira Knightley í komandi mynd" , BBC. Sótt 14. nóvember 2014.
 17. 17,0 17,1 http://www.pinknews.co.uk/2013/06/24/alan-turings-biographer-criticises-upcoming-biopic-for-downplaying-gay-identity/.
 18. http://www.radiotimes.com/news/2013-11-19/benedict-cumberbatch-and-keira-knightleys-imitation-game-romance-labelled-inaccurate.