Jersey City (New Jersey)
Útlit
(Endurbeint frá Jersey City)
Jersey City er borg í Hudson-sýslu í New Jersey í Bandaríkjunum. Íbúarfjöldi borgarinnar var áætlaður rúmar 290 þúsund árið 2020 og borgin því næst stærsta borg fylkisins. Borgin er 77. stærsta borg Bandaríkjanna.
Jersey City liggur á vesturbakka Hudson-flóa andspænis syðri hluta Manhattan-eyju í New York-borg og er hluti af stórborgarsvæði New York-borgar. Borgin er mikilvæg iðnaðar- og verslunarborg.