Jarðbrú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jarðbrú er bær í Svarfaðardal, um 6 km frá Dalvík, vestan Svarfaðardalsár. Bærinn stendur neðan við þjóðveginn um dalinn. Ofan við þjóðveg var sumarbústaður sem nefndist Snerra. Stefán Guðnason, læknir á Dalvík, síðar í Reykjavík, byggði bústaðinn upp úr 1940. Snorri Sigfússon, námstjóri á Akureyri, keypti bústaðinn og gaf honum nafnið Snerra. Eftir Snorra eignuðust bústaðinn bræðurnir frá Jarðbrú, Jóhann Jónsson, skrifstofumaður á Dalvík, Jón Jónsson, bóndi á Jarðbrú, og Sigurður Jónsson, kaupmaður í Reykjavík og voru þeir síðustu eigendur. Nú (2014) er þar nýlegt hús. Nokkru ofar stóð bærinn Jarðbrúargerði en hann fór í eyði 1934.

Á seinni hluta 20. aldar bjuggu hjónin Halldór Jónsson (1931-1987) og Ingibjörg Helgadóttir (f. 1930) á Jarðbrú. Halldór var um skeið oddviti Svarfaðardalshrepps og starfaði lengi sem dýralæknir í byggðarlaginu. Börn þeirra hjóna eru:

  • Atli Rúnar (f. 1953), blaðamaður
  • Jón Baldvin (f. 1955), upplýsingafulltrúi
  • Helgi Már (f. 1958), arkítekt
  • Óskar Þór (f. 1961), blaðamaður
  • Jóhann Ólafur (f. 1964), blaðamaður
  • Inga Dóra (f. 1971), framkvæmdastjóri

Þau systkinin stóðu að útgáfu bókarinnar Svarfdælasýsl 2017. Þar má meðal annars sjá margt um heimilisfólk og heimilislíf á Jarðbrú á 20. öld.[1]

  1. Óskar Þór Halldórsson og Atli Rúnar Halldórsson (2017). Svarfdælasýsl. Svarfdælasýsl forlag sf. Akureyri. bls. 554.