Fara í innihald

Janosch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Janosch
Janosch árið 2002.
Fæddur
Horst Eckert

11. mars 1931 (1931-03-11) (94 ára)
Hindenburg í Weimar-lýðveldinu (nú Zabrze í Slesía í Póllandi)
Störf
  • Barnabókahöfundur
  • Myndskreytir
Vefsíðajanosch.de

Janosch (fæddur sem Horst Eckert 11. mars 1931) er þýskur barnabókahöfundur og myndskreytir. Hann hefur gefið út fleiri en 150 bækur, en bækur hans um litla bjöminn og litla tígrisdýrið hafa verið þýddar á íslensku.[1]

Valin ritaskrá

[breyta | breyta frumkóða]

Aðeins eru listuð upp þau ritverk eftir Janosch sem útgefin hafa verið á íslensku.

Ár Íslenskur titill Upprunalegur titill Þýðandi
1969 Rigningarbíllinn Das Regenauto Haukur Hannesson (1997)
1978 Ferðin til Panama : sagan um það þegar litla tígrísdýrið og litli björninn fóru til Panama Oh, wie schön ist Panama Guðrún Kvaran (1982)
1979 Komum, finnum fjársjóð : sagan um það hvernig litli björninn og litla tígrisdýrið leituðu hamingju heimsins Komm, wir finden einen Schatz Hafliði Arngrímsson (1991)
1980 Bréf til tígrisdýrsins : sagan um það hvernig litli björninn og litla tígrisdýrið finna upp póstþjónustuna, flugpóstinn og símann Post für den Tiger Snæbjörn Arngrímsson (1991)
1995 Tígrisdýrið lærir að telja Wie der Tiger zählen lehrnt Lydía Ósk Óskarsdóttir (2000)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Guðlaug Richter (1 apríl 2012). „Gengið í hring“. Börn og menning. bls. 26–27. Sótt 13 janúar 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs