James H. Wahl
Útlit
| Persónulegar upplýsingar | |
|---|---|
| Fæðingardagur | 27. október 1931 Dale, Indiana, Bandaríkin |
| Dánardagur | 16. janúar 2025 (93 ára) |
| Körfuboltaferill | |
| Háskóli | Evansville |
| Liðsferill | |
| Sem þjálfari: | |
| 1952 | ÍKF |
| Verðlaun og viðurkenningar | |
Sem þjálfari:
| |
James H. Wahl (27. október 1931 - 16. janúar 2025) var bandarískur körfuknattleiksþjálfari, hermaður og skólastjóri. Eftir að hafa útskrifast úr menntaskóla gekk Wahl í bandaríska sjóherinn og var meðal annars staðsettur á Íslandi.[1] Þar var hann, ásamt Gene Croley, þjálfari Íþróttafélags Keflavíkurflugvallar er liðið varð fyrsti Íslandsmeistarinn í körfuknattleik árið 1952.[2][3]
Eftir að veru hans í sjóhernum lauk stundaði hann nám við Evansville háskólann þaðan er hann útskrifaðist árið 1957. Hann vann seinna sem körfuboltaþjálfari og skólastjóri í heimalandinu.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „James H. Wahl - View Obituary & Service Information“. James H. Wahl Obituary (enska). Sótt 23 janúar 2025.
- ↑ „Íþróttafél. Keflavíkurstarfsmanna vann Íslandsmótið“. Morgunblaðið. 6 maí 1952. bls. 6. Sótt 23 janúar 2025 – gegnum Tímarit.is.

- ↑ Skapti Hallgrímsson (2001). Leikni framar líkamsburðum. bls. 34–35. ISBN 9979-60-630-4.
- ↑ „James H. Wahl signs contract with St. Ferdinand High School as head coach of the Crusaders“. The Ferdinand News. 18. mars 1960. bls. 1, 8. Sótt 23 janúar 2025 – gegnum Newspapers.com.
