Jakob Hafstein og Ágúst Bjarnason - Glunta-söngvar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jakob Hafstein og Ágúst Bjarnason syngja Glunta-söngva
Bakhlið
IM 100
FlytjandiJakob Hafstein, Ágúst Bjarnason, Carl Billich
Gefin út1957
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Jakob Hafstein og Ágúst Bjarnason syngja Glunta-söngva er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1957. Á henni syngja Jakob Hafstein og Ágúst Bjarnason Glunta-söngva númer 3 og 16. Carl Billich leikur undir. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Vid brasan på Magisterns kammare - Lag og texti: Wennerberg
  2. Upsala är bäst - Lag og texti: Wennerberg - Hljóðdæmi

Gluntarne[breyta | breyta frumkóða]

Gunnar Wennerberg samdi 30 söngva frá 1847-1850 um háskólalífið í Uppsölum í Svíþjóð. Þessar söngvar eru kallaðar Gluntarne á frummálinu, en hétu gjarnan Gluntar eða Glunta-söngvar á Íslandi. Bassi og baritón-rödd túlka samtal tveggja stúdenta; „Glunten” sem er sá yngri og „Magistern” sem er öllu eldri og lífsreyndari. Oftast var sungið við píanóundirleik.

Jakob og Ágúst[breyta | breyta frumkóða]

Jakob og Ágúst syngja Glunta-söngva á kabarettsýningu Íslenzkra tóna í Austurbæjarbíó árið 1955.