Jakob Björnsson (orkumálastjóri)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jakob Björnsson
Fæddur30. apríl 1926(1926-04-30)
Dáinn15. febrúar 2020 (93 ára)
ÞjóðerniÍslendingur
MenntunHáskóli Íslands, DTH og Tækniháskólinn í Aachen
StörfVerkfræðingur, orkumálastjóri og prófessor
MakiJón­ína Þor­geirs­dótt­ir
BörnDóttir og stjúpsonur
ForeldrarBjörn Guðmundur Björnsson og Sigríður Ágústa Jónsdóttir

Jakob Björnsson (30. apríl 1926 - 15. febrúar 2020) var íslenskur verkfræðingur og orkumálastjóri frá 1973 til 1996.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Jakobs voru Björn Guðmundur Björnsson bóndi í Fremri-Gufudal í Austur-Barðastrandasýslu og Sigríður Ágústa Jónsdóttir húsfreyja en hún lést þegar Jakob var 7 ára. Eftir lát móður sinnar fluttist Jakob á Hnífsdal með föður sínum og þaðan til Siglufjarðar er hann var á tíunda ári.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Á Siglufirði lauk hann gagnfræðaprófi og hóf í kjölfarið nám við Menntaskólann á Akureyri. Jakob lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands árið 1950 og prófi í raforkuverkfræðiprófi frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1953. Veturinn 1956-1957 stundaði hann framhaldsnám við Tækniháskólann í Aachen í Vestur-Þýskalandi.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Jakob hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1953. Hann varð yfirmaður orkudeildar raforkumálastjóra árið 1958 og gegndi því starfi til ársins 1961 en þá hóf hann störf sem verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Jakob kom að stofnun seinnihlutadeildar verkfræðináms við Háskóla Íslands og varð síðan prófessor við skólann. Hann var orkumálastjóri frá 1973-1996 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var stundum kallaður hug­mynda­smiður stóriðju­stefnu stjórn­valda. Jakob fékk árið 2005 viðurkenningu frá Landsvirkjun fyrir framlag til íslenskra orkumála. Á starfsferli sínum skrifaði hann fjölda greina um stóriðju-, virkjana- og orkumál og hélt greinarskrifum áfram og var virkur þátttakandi í þjóðfélagsumræðunni eftir að starfsferli hans lauk.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Andlát: Jakob Björnsson Mbl.is (skoðað 18. febrúar 2020)

Heimildir og ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jónsson (ritstj.). „Jakob Björnsson“. Verkfræðingatal 2. bindi. Þjóðsaga, Reykjavík, 1996: bls. 503. .

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Jakob Gíslason
Orkumálastjóri
(19731996)
Eftirmaður:
Þorkell Helgason