Jafnríkjandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jafnríkjandi á við um samsætur (allel) á geni sem hafa báðar áhrif á svipfarseiginleika. Þær eru hvorki ríkjandi né víkjandi. Algengasta dæmið eru ABO blóðflokkarnir. A og B samsæturnar eru jafnríkjandi, en báðar eru ríkjandi yfir O gerðina. Einnig er þekktar samsætur á roan geninu í nautgripum.[1] Annað allelið gefur dökkan lit og hitt hvítan. Arfblendnir nautgripir eru dökkir með hvíta díla.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Charlier, C.; Denys, B.; Belanche, J. I.; Coppieters, W.; Grobet, L.; Mni, M.; Womack, J.; Hanset, R.; Georges, M. (1996-02). „Microsatellite mapping of the bovine roan locus: A major determinant of White Heifer Disease“. Mammalian Genome (enska). 7 (2): 138–142. doi:10.1007/s003359900034. ISSN 0938-8990.