Jón Ólafsson (f. 1963)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Ólafsson (fæddur 25. febrúar 1963) er íslenskur tónlistarmaður og þáttastjórnandi. Hann er í hljómsveitinni Nýdönsk (frá árinu 1990) og spilar á píanó og hljómborð. Hann er hljómborðsleikari í Bítlavinafélaginu.[1]

Einnig var hann hljómborðsleikari og söngvari í hljómsveitinni Possibillies sem stofnuð var 1985. Sveitin gaf út tvær plötur.

Jón hefur gefið út þrjár sólóplötur, Jón Ólafsson (2004), Hagamelur (2007) og Fiskar (2017).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. "Jón Ólafsson," Ísmús vefurinn, sótt 22. feb. 2017, https://www.ismus.is/i/person/id-1006136