It's Always Sunny in Philadelphia
It's Always Sunny In Philadelphia er bandarískur gamanþáttur. Aðalleikendur þáttarins eru þau Robert McElhenney (sem er einnig höfundur þáttana), Charlie Day, Kaitlin Olson, Glenn Howerton og Danny DeVito. Þátturinn var frumsýndur þann fjórða ágúst 2005 á bandarísku sjónvarpsrásini FX. Síðan þá hafa fimmtán þáttaraðir af þættinum verið gerðar, sú nýjasta frumsýnd í byrjun 2021. Rússnesk útgáfa þáttarins var frumsýnd tólfta maí 2014 á rússnesku sjónvarpsstöðini Turner Network Television (TNT). Útgáfan fékk nafnið В Москве всегда солнечно (V Moskve vsegda solnechno - It's Always Sunny in Moscow), og snerist í kringum vinahóp sem átti saman bar sem bar nafnið "Philadelphia" í Moskvu.
Sögusvið.
[breyta | breyta frumkóða]Þátturinn snýst um vinahóp í Fíladelfíu sem reka saman bar að nafni Paddy's Pub. Hópurinn samanstendur af Dennis (Howerton), eiganda barsins sem, hvað sem hann reynir, er oftast einhvern veginn plataður í uppátæki hinna; Mac (McElhenney), seinheppnum meðeiganda barsins, Dee (Olson), systir Dennis sem hópnum finnst gaman að gera grín að, oft að líkja henni við fugl, Charlie (Day), seinheppnum húsverði og meðeiganda barsins, og Frank (DeVito), manni sem ól Dee og Dennis upp. Hópurinn er sem heild afar seinheppinn og reynir oftar en ekki afar skuggalegar leiðir til að ná sér í pening.
Leikendur.
[breyta | breyta frumkóða]Aðal.
[breyta | breyta frumkóða]- Robert McElhenney sem Ronald "Mac" McDonald.
Meðeigandi og sjálfsskipaður útkastari Paddy's. Hann er æskuvinur Charlie og háskólavinur Dennis. Hann er sonur síafbrotamanns sem hefur verið í fangelsi mestallt líf hans og móður sem er oftast fjarverandi tilfinningalega. Hann glímir við gríðarleg vandamál í sambandi við sjálfsmynd sína og grennist og fitnar í sífellu. Í gegnum þáttaraðirnar er gefið í skyn að Mac sé hommi og, í tólftu þáttaröð, kom hann út úr skápnum
- Charlie Day sem Charlie Kelly.
Meðeigandi og húsvörður Paddy's. Æskuvinur Mac og háskólavinur Dennis og Dee. Hann er oft séður í senum þáttarins borða og drekka eitthvað sem hann ætti örugglega ekki að vera að innbyrða, eins og kattarmat, límmiða, málningu og klór. Hann er lesblindur og dálítið seinheppinn, en er samt mjög hæfileikaríkur tónlistarmaður.
- Kaitlin Olson sem Deandra Reynolds.
Þjónustustúlka og barþjónn á Paddy's. Hún er tvíburasystir Dennis og dóttir Frank. Hún reynir oft að tala gengið frá því að gera eitthvað sem þeir plana að gera, en oftast hlusta þeir ekki á hana. Hún var með bakspöng í háskóla og var kölluð "járnskrímslið" af fólki þar. Vegna þess reynir hún oft að ná hefndum gegn fólki sem henni finnst hafa gert henni illt.
- Glenn Howerton sem Dennis Reynolds.
Meðeigandi og aðal barþjónn á Paddy's, sem og tvíburabróðir Dee og sonur Frank. Í byrjun þáttana kemur hann fram sem klárasti og venjulegasti meðlimur hópsins, en er hægt og rólega afhjúpaður sem mest sjálfselski og siðblindi meðlimurinn. Hann er til í að gera næstum allt til að ná sér í konu. Hann er með heilt kerfi, D.E.N.N.I.S. kerfið, sem snýst í kringum það að hann gaslýsir og beitir konum tilfinningalegu ofbeldi til að reyna að ná þeim til að sofa með sér. Ef að kerfið virkar hendir hann oftast konunum til hliðar og kerfið byrjar aftur.
- Danny DeVito sem Frank Reynolds.
Pabbi Dennis og Dee, sem og aðaleigandi í Paddy's. Frank birtist fyrst í fyrsta þætti annarar þáttaraðar. Þar tilkynnir hann Dee og Dennis að hann og móðir þeirra eru að skilja, og hann ætli að gefa allan pening sinn til góðgerðarmála. Frank er miljarðamæringur, og var einu sinni farsæll viðskiptamaður, með sögu af ólöglegra viðskipta við allskonar karaktera. Í síðasta þætti þrettándu þáttaraðar hjálpar hann Mac að koma út úr skápnum við föður sinn.