Fara í innihald

Islands Falk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Islands Falk
Skipstjóri:
Útgerð: Danski sjóherinn
Þyngd: brúttótonn
Lengd: m
Breidd: m
Ristidýpt: m
Vélar: 950 hestafla gufuvél
Siglingahraði: sjómílur
Tegund: Varðskip
Bygging: Helsingjaeyri, Danmörku

Islands Falk var danskt varðskip sem gætti íslenskrar landhelgi í byrjun 20. aldarinnar. Það var smíðað á Helsingjaeyri í Danmörku og kom fyrst til Íslands 22. apríl 1906. Skipið var 166 fet á lengd, 28 fet á breidd og 17 á dýpt. Það rúmaði 725 smálestir og vélin var 950 hestöfl.[1]

Þann 15. júní árið 1913, gerði skipstjóri Islands Falk upptækan hvítbláan fána sem verslunarmaðurinn Einar Pétursson hafði sett upp á kappróðrabáti og róið með í Reykjavíkurhöfn en málið vakti mikla reiði með Íslendinga og úr varð að Ísland fékk sérstakan fána árið 1915 með breytingum á stjórnarskránni.[2] Þegar Ísland fékk fullveldi árið 1. desember 1918, var Islands Falk statt í Reykjavíkurhöfn af því tilefni og skaut það 21 skoti í hyllingarskyni við fána hins fullvalda ríkis.[3]

Islands Falk sinnti landhelgisgæslu við Íslandsstrendur til ársins 1921.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Útlendar fréttir - Danmörk“. Þjóðólfur. 17 apríl 1906. bls. 1. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  2. „Grunnur his sjálfstæða Íslands“. Morgunblaðið. 1. desember 2018. bls. 20. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  3. „Stærsta stund Íslandssögunnar“. Morgunblaðið. 1. desember 2018. bls. 24-25. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  4. „Fullveldi Íslands og alþjóðasamvinna í 100 ár“. Morgunblaðið. 1. desember 2018. bls. 42-43. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is. „Varðskip dana við Íslandsstrendur, Islands Falk, var tekið í notkun 1906 og sinnti hér landhelgisgæslu formlega til 1921.Einkennismerki opins aðgangs