Inngangur að erfðafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Þetta er ætlað sem aðgengilegur inngangur að erfðafræði, sjá erfðafræði fyrir alfræðilegri umfjöllun.

Erfðafræði kallast rannsókn erfðavísa (gena) og eiginleika þeirra. Erfðavísar stjórna því hvernig lífverur erfa einkenni frá forfeðrum sínum, en börn líkjast foreldrum sínum vegna þess að þau erfðu erfðavísa foreldra sinna. Eiginleikar lífveru — eins og augnlitur, hæð eða blóðtegund — kallast einkenni sem er afleiðing flókins samspils erfðavísa og umhverfis. Þau einkenni sem orsakast eingöngu af erfðum nefnast arfgerð en einkenni sem eru samspil umhverfis og erfðavísa nefnast svipfar.

Erfðavísar samanstanda af löngum sameindum sem nefnast DNA (deoxýríbósakjarnsýra) en DNA er búið til úr einföldum bútum sem raðast í ákveðna röð innan sameindarinnar, en þessi röð hefur að geyma „erfða-skilaboð[en] á sama hátt og röð bókstafa gefur geymt skilaboð en tungumálið nefnist erfðalykill eða erfðakóði sem inniheldur upplýsingar um uppbyggingu lífverunnar.

Mismunandi afbrigði af sama Erfðavísi nefnast genasamsæta. Stökkbreyting er breyting í genamengi lífveru sem getur búið til nýjar genasamsætir (sjá inngang að þróun).