Fara í innihald

Indóevrópsk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Indógermönsk mál)
Indóevrópsk tungumál

Indóevrópsk tungumál eru ætt 443 tungumála og mállýskna sem um þrír milljarðar manna tala. Þessari málaætt tilheyra flest tungumál Evrópu og Vestur-Asíu, sem tilheyra sömu ættkvísl. Nútímamál sem tilheyra þessari ætt eru t.d. bengalska, enska, franska, þýska, hindí, persneska, portúgalska, rússneska og spænska (hvert með fleiri en 100 milljón málhafa). Íslenska er einnig indóevrópskt tungumál.

Ættkvíslir

[breyta | breyta frumkóða]

Auk þessara hefðbundnu tíu greina sem hér eru taldar eru nokkur útdauð tungumál sem lítið er vitað um.

Satem-mál og Kentum-mál

[breyta | breyta frumkóða]

Indó-evrópskum tungumálum er oft skipt í satem-mál og kentum-mál eftir því hvernig uppgómmælt lokhljóð þróuðust. Hægt er að sjá muninn á því hvort fyrsta hljóðið í orðinu yfir „hundrað“ er með lokhljóði (t.d. latína: centum) eða önghljóði (t.d. hindí: satám). Almennt séð eru „austrænu“ málin (slavnesku og indó-írönsku málin) satem-mál, en „vestrænu“ málin (germönsku, ítölsku og keltnesku málin) eru kentum-mál. Satem-kentum mállýskumörkin skilja að annars náskyld mál eins og grísku (kentum) og armensku (satem).

Ættar dreifing

[breyta | breyta frumkóða]
Síðari Frum-indó-evrópsk mál samkvæmt Kurgan-kenningunni
Útbreiðsla um mitt 3. árþúsundið f.Kr.
Útbreiðsla um mitt 2. árþúsundið f.Kr.
Útbreiðsla um 250 f.Kr.
Dreifing eftir fall Rómaveldis og á tímum þjóðflutninganna
Appelsínugulur: lönd þar sem meirihluti íbúa talar indó-evrópsk mál. Gulur: lönd þar sem indó-evrópsk mál eru opinbert mál


  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.