Fara í innihald

Indóarísk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Indóarísk mál)

Indóarísk tungumál eru annars liðs grein indóevrópsku túngumálaættarinnar með þá indóírönsku fyrir ofan sig. Þau eru um fimm hundruð og eru töluð af 700 milljónum á norður og miðhluta Indlands.

Landfræðilega er indó-arískum málum skipt í 5 flokka: mið, austur, suðvestur, norðvestur og paharí.

Til mið-indóarískra mála teljast: hindí-úrdú, bíharí, rahastaní o.fl.

Til austur indískra mála teljast: assamíska, bengalska, oríja o.fl.

Til suðvestur indískra mála teljast: konkaní, maldivíska, maratí, sinhalíska o.fl.

Til norðvestur indískra mála teljast: púndjabí, sindí, lahnda, dardísk mál.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.