Illþurrka
Illþurrka er varða sem er staðsett á milli Skarðs og Búðardals á Skarðsströnd. Í þjóðsögum og munnmælum er talin vera þar dysjuð norn eður heiðin vond kona.
Rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson telur að þetta sé gröf eiginkonu Geirmundar heljarskinns landnámsmanns[1] og nefnir það í bók sinni „Leitinni að svarta víkingnum“.[2] Konan sé ættuð frá Bjarmalandi(en), norðvestur Síberíu, og „Illþurrka“ geti verið nálgun á nafni konunnar.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni - Vísir“. visir.is. Sótt 2. febrúar 2021.
- ↑ „Að tengja heilahvelin“. Hugrás . 15. desember 2016. Sótt 2. febrúar 2021.