Karlakórinn Vísir - Alfaðir ræður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá IM 42)
Karlakórinn Vísir - Alfaðir ræður
Bakhlið
IM 42
FlytjandiKarlakórinn Vísir, stjórnandi Þormóður Eyjólfsson, einsöngvari Daníel Þórhallsson, undirleikari Emil Thoroddsen
Gefin út1954
StefnaSálmalög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Karlakórinn Vísir - Alfaðir ræður er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur karlakórinn Vísir frá Siglufirði tónverkið Alfaðir ræður eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Sigurðar Eggerz. Stjórnandi er Þormóður Eyjólfsson, einsöngvari Daníel Þórhallsson og undirleikari er Emil Thoroddsen. Platan er hljóðrituð í mono. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alfaðir ræður - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Sigurður Eggerz - Hljóðdæmi


Ljóðið Alfaðir ræður samdi Sigurður Eggerz eftir sjóslys sem varð við Vík í Mýrdal 26. maí 1910, þar sem fimm menn drukknuðu. Sigurður var sýslumaður Skaftfellinga þegar þessi atburður átti sér stað og staðsettur í Vík.[1]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lesbók Morgunblaðsins, 24. desember 1940, bls. 405.