Fara í innihald

Hvolflaukur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvolflaukur
Hvolflaukur í blóma Anacortes, Washington
Hvolflaukur í blóma Anacortes, Washington
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. cernuum

Tvínefni
Allium cernuum
Roth
Samheiti
  • Allium alatum Schreb. ex Roth
  • Allium allegheniense Small
  • Allium cernuum f. alba J.K.Henry
  • Allium cernuum subsp. neomexicanum (Rydb.) Traub & Ownbey
  • Allium cernuum var. neomexicanum (Rydb.) J.F.Macbr.
  • Allium cernuum f. obtusum Cockerell
  • Allium cernuum var. obtusum (Cockerell) Cockerell
  • Allium cernuum subsp. obtusum (Cockerell) Traub & Ownbey
  • Allium cernuum var. obtusum Cockerell ex J.F. Macbr.
  • Allium neomexicanum Rydb.
  • Allium nutans Schult. & Schult.f.
  • Allium oxyphilum Wherry
  • Allium recurvatum Rydb.
  • Allium tricorne Poir.
  • Calliprena cernua (Roth) Salisb.
  • Cepa cernua (Roth) Moench
  • Gynodon cernuum (Roth) Raf.
  • Gynodon elliotii Raf.
  • Gynodon rupestre Raf.

Hvolflaukur (fræðiheiti: Allium cernuum) er fjölær laukplanta sem vex í þurru skóglendi, klettum og sléttum. Hann vex í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, þar á meðal í Appalachiafjöll frá Alabama til New York, Great Lakes Region, Ohio og Tennessee árdölum, Ozarks í Arkansas og Missouri, og Klettafjöllum og Cascade fjöllum í vestur-bandaríkjunum, frá Mexíkó til Washington ríkis. Hann hefur ekki fundist í California, Nevada, Florida, Louisiana, Mississippi, New Jersey, Delaware, New England, eða mestöllum Sléttunum miklu. Í Kanada, vex hann frá Ontario til British Columbia.[1][2][3][4][5]

Allium cernuum er með beran , grannan keilulaga lauk sem mjókkar í nokkur kjallaga , graslík blöð, 2 til 4mm breið.

Hver fullþroska laukur er með stakan blómstrandi blómstöngul, sem endar í lútandi blómskipun með hvítum eða bleikum blómum. Blómin koma í júlí eða ágúst (júní-júlí á Íslandi). Þau eru bjöllulaga, um 5 mm í þvermál, bleik eða hvít með gulum frjókornum og gulum fræflum. Þessi tegund myndar ekki æxlilauka í blómskipuninni.

Blómin þroskast í kúlulaga, "crested" fræhylki sem síðar opnast og sýna gljáandi dökk fræin.[1][6][7][8][9][10][11][12]

Allium cernuum er ætur og er með sterkt laukbragð, og hefur oft verið notaður til matar.[13] Hann er ræktaður víða vegna blómfegurðar og harðgeris.[14]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Tropicos
  2. „The Plant List“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2019. Sótt 4. júní 2018.
  3. IPNI Listing
  4. Brako, L.; Rossman, A.Y.; Farr, D.F. (1995). Scientific and Common Names of 7,000 Vascular Plants in the United States. bls. 1–294.
  5. CONABIO. 2009. Catálogo taxonómico de especies de México. 1. In Capital Nat. México. CONABIO, Mexico City.
  6. Hilty, John (2016). „Nodding Onion (Allium cernuum)“. Illinois Wildflowers.
  7. Roth, Albrecht Wilhelm (1798). „Novae Plantarum Species“. Archiv für die Botanik. 1 (3): 40.
  8. Gleason, H. A.; Cronquist, A.J. (1991). Manual of the Vascular Plants of Northeastern United States and Adjacent Canada (2. útgáfa). Bronx: New York Botanical Garden. bls. i–910.
  9. Cronquist, A.J.; Holmgren, A. H.; Holmgren, N. H.; Reveal, J. L. (1977). Cronquist, A.J.; Holmgren, A. H.; Holmgren, N. H.; Reveal, J. L.; Holmgren, P. K. (ritstjórar). Vascular Plants of the Intermountain West, U.S.A. bls. 1–584.
  10. Hitchcock, C. H.; Cronquist, A.J.; Ownbey, F. M.; Thompson, J. W. (1969). „Vascular Cryptogams, Gymnosperms, and Monocotyledons“. Í Hitchcock, C. L. (ritstjóri). Vascular Plants of the Pacific Northwest. 1. árgangur. Seattle: University of Washington Press. bls. 1–914.
  11. Radford, A. E.; Ahles, H. E.; Bell, C. R. (1968). Manual of the Vascular Flora of the Carolinas. Chapel Hill: University of North Carolina Press. bls. i–lxi, 1–1183.
  12. Moss, E. H. (1983). Flora of Alberta (2. útgáfa). Toronto: University of Toronto Press. bls. i–xii, 1–687.
  13. Barstow, Stephen (1976). Around the world in 80 days. Hampshire UK: Permanent Publications. bls. 191–2.
  14. Bailey, L.H.; Bailey, E.Z. (1976). Hortus Third. New York: MacMillan. bls. i–xiv, 1–1290.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.