Hringjarinn í Notre-Dame (kvikmynd 1996)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Hringjarinn í Notre-Dame (enska: The Hunchback of Notre-Dame) er bandarísk teiknimynd framleidd af Walt Disney Feature Animation. Myndin er byggir á samnefndri skáldsögu eftir franska rithöfundinn Victor Hugo frá 1831. Myndin var frumsýnd þann 21. júní 1996.

Kvikmyndin var þrítugasta og fjórða kvikmynd Disney-kvikmyndaversins í fullri lengd. Leikstjórar myndarinnar voru þeir Gary Trousdale og Kirk Wise. Framleiðandinn var Don Hahn. Handritshöfundar voru Tab Murphy, Irene Mecchi, Bob Tzudiker, Noni White og Jonathan Roberts. Tónlistin í myndinni er eftir Alan Menken og Stephen Schwartz. Árið 2002 var gerð framhaldsmynd, Hringjarinn í Notre Dame 2: leyndarmál bjöllunnar, sem var aðeins dreift á mynddiski.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.