Hreyfill (leigubílastöð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hreyfill samvinnufélag er íslensk leigubílastöð sem tók til starfa 11. nóvember 1943.

Félagið var stofnað í Baðstofu iðnaðarmanna við Vonarstræti í Reykjavík[1] en þar voru samankomnir sjötíu bílstjórar. Félagið var lengi til húsa við Kalkofnsveg í Reykjavík en árið 1971 flutti félagið í nýtt húsnæði á horni Fellsmúla og Grensásvegs í Reykjavík og þar er félagið enn til húsa.[2]

Á sjötta áratug síðustu aldar var stöðin talstöðvarvædd og árið 1998 urðu allir bílar stöðvarinnar tölvuvæddir. Um áramótin 2000/2001 sameinaðist Hreyfill leigubílastöðinni Bæjarleiðir.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hreyfill sextíu ára“. www.mbl.is. Sótt 1. mars 2020.
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 1. mars 2020.
  3. „Hreyfill sjötugur“. www.mbl.is. Sótt 1. mars 2020.