Hraðfréttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hraðfréttir voru sjónvarpsþættir sýndir á RÚV frá 2012-2016. Til að byrja með sáu Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson um þáttinn en árið 2014 bættust Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinnsson, Gunnar Sigurðarsson og veðurfréttakonan Anna Lísa Wium. Jóhann Alfreð og Anna hættu í þættinum 2015. Það voru sýndir fjórir vetrar af hraðfréttum á RÚV. Í desember 2021 voru gerðir tveir sérstakir hraðfréttaþættir sem hétu Hraðfréttarjól.

Hraðfréttir byrjuðu fyrst í sjónvarpi MBL vorið 2012, en vegna vinsælda þáttana fóru þættirnir á vetrardagskrá RÚV 2012-2013. Þátturinn fjallaði um fréttastofu hraðfrétta sem sá um að segja fréttir á skrítnan og fyndnan hátt.