Hrólfur (leikrit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrólfur eða Slaður og trúgirni er leikrit eftir Sigurð Pétursson, sem kallaður hefur verið faðir íslenskrar leikritunar. Verk Sigurðar, Hrólfur og Narfi, voru fyrstu íslensku leikritin sem víst er að voru flutt fyrir áhorfendur en þau voru bæði sett upp á Herranótt af skólapiltum í Hólavallarskóla.

Hrólfur er gamanleikrit undir áhrifum frá verkum Ludvigs Holberg. Það var fyrst sýnt 1796 og skrifaði Sigurður verkið fyrir þá og leikstýrði þeim sjálfur. Leikritið var fyrst prentað 1819 á vegum Rasmus Rask og kallaðist þá Auðunn lögréttumaður en yfirleitt er það kallað Hrólfur.

Leikritið hefst á því að landshornaflakkari og oflátungur að nafni Hrólfur kemur á heimili Auðuns lögréttumanns, sem er trúgjarn einfeldningur sem gleypir við öllu sem Hrólfur segir honum og kaupir af honum glingur fyrir hátt verð. Auðuni líst svo vel á Hrólf að hann vill gifta honum Önnu dóttur sína, en hún er ekki sátt við það, enda ástfangin af fátækum bóndasyni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Faðir vorrar dramatísku listar". Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 8. janúar 2012“.