Fara í innihald

Hornstærð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd: (1) hlutur á himninum og (2) hornstærð.

Hornstærð, sýndarþvermál eða sýndarstærð er mæling á því hversu stór hlutur virðist vera frá ákveðnu sjónarhorni sem gefin er upp sem bogmál hornsins sem ímyndaðar línur frá ytri mörkum hlutarins mynda við augu áhorfandans. Yfirleitt er notast við gráður eða undireiningar gráðu (bogamínútur og bogasekúndur) til að lýsa hornstærð.[1]

Hugtakið er aðallega notað í stjörnufræði til þess að lýsa stærð himintungla og annarra fyrirbæra á himinhvolfinu. Hornstærð bæði sólarinnar og fulls tungls er til dæmis um hálf gráða en flest fyrirbæri á himninum eru miklu minni. Hornstærð reikistjarnanna mælist frá rúmum tveimur bogasekúndum (Neptúnus) upp í rúma bogamínútu (Venus) en hornstærð fastastjarna er enn minni og er mæld í millibogasekúndum.

Án hjálpartækja greinir mannsaugað hluti með hornstærð í kringum eina bogamínútu.[2] Það jafngildir því að sjá 30 cm breiðan hlut í 1 km fjarlægð.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sævar Helgi Bragason (2010). „Hornbil og hornstærðir“. Stjörnufræðivefurinn.
  2. Günther KH Zupanc (7. september 2016). „Sharp eyes: how well can we really see?“. Science in School.