Honorius Augustodunensis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Honorius Augustodunensis betur þekktur sem Honorius frá Autun (um 1075/80 – um 1151) var vinsæll kristinn guðfræðingur sem ritaði mörg rit um aðskiljanlegustu efni í alþýðlegum stíl þannig að verk hans voru aðgengileg leikmönnum. Lítið er vitað um ævi hans umfram það sem stendur í verkum hans, en þar kemur fram að hann var munkur sem ferðaðist til Englands og var þar hjá Anselm í Kantaraborg. Undir lok ævi hans bjó hann í Skotaklaustri í Regensburg í Þýskalandi. Frægasta rit hans er líklega Elucidarius, yfirlit yfir trúaratriði kristninnar, en þýðingar á því er meðal annars að finna í Hauksbók frá 1302 - 1310.

Útgáfu á norrænni þýðingu á Elucidariusi er að finna í Gunnar Harðarson (ritstj.), Þrjár þýðingar lærðar frá miðöldum, Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1989.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.