Hofstaðapláss
Útlit
(Endurbeint frá Hofsstaðapláss)
Hofstaðapláss eða Hofstaðabyggð er byggðarlag í austanverðum Skagafirði, kennt við kirkjustaðinn Hofstaði. Það tilheyrði Viðvíkurhreppi á meðan hann var til og er oft talið hluti af Viðvíkursveit. Hofstaðapláss tekur við af Blönduhlíð (eða Brekknaplássi) við Kyrfisá, á milli Ytri-Brekkna og Svaðastaða, og nær út að Gljúfurá. Að vestan nær sveitin nær sveitin niður að Héraðsvötnum og þar eru bæirnir Syðri- og Ytri-Hofdalir neðan þjóðvegarins.
Fyrir ofan veginn eru Svaðastaðir syðst en þaðan er frægt hrossakyn. Utar eru Hofsstaðir, þar sem sagt er að landnámsmaðurinn Kollsveinn rammi hafi haft hof sitt, og þar fyrir utan er Hofstaðasel, sem þrátt fyrir selsnafnið þótti góð jörð og var einu sinni sýslumannssetur.