Fara í innihald

Hof í Vesturdal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hof í Vesturdal í Skagafirði er nú í eyði en var áður gamalt stórbýli og kirkjustaður, landnámsjörð Eiríks Hróaldssonar í Goðdölum og líklega ættarsetur Goðdæla, sem voru niðjar Eiríks. Nýbýli sem reist voru í landi Hofs eru í byggð þótt heimajörðin hafi farið í eyði 1999.

Land Hofs var geysilega víðlent, náði yfir allt land á milli Hofsár í Vesturdal og Vestari-Jökulsár allt suður að Hofsjökli, sem er einmitt kenndur við Hof. Ennfremur fylgdi Hofsafrétt jörðinni og var hún einhver landmesta jörð á Íslandi. Frá Hofi eru um 20 kílómetrar fram að Hofsjökli en út að sjó við Sauðárkrók eru um 65 kílómetrar.

Jarðhiti er í landi Hofs og er vatn þaðan nýtt til upphitunar á tveimur bæjum.

  • Jarða- og búendatal Skagafjarðarsýslu. Sögufélag Skagfirðinga, 1950.