Hnúðlax

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hnúðlax (Oncorhynchus gorbuscha)
Hnúðlax
Hnúðlax
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Laxfiskar (Salmoniformes)
Ætt: Laxfiskaætt (Salmonidae)
Ættkvísl: Oncorhynchus
Tegund:
O. gorbuscha

Tvínefni
Oncorhynchus gorbuscha
(Walbaum, 1792)

Hnúðlax (fræðiheiti: Oncorhynchus gorbuscha) er laxategund sem á ættir sínar að rekja til Kyrrahafs. Hnúðlax er einnig þekktur undir nafninu bleiklax. Hnúðlax er algengasta laxategundin á Kyrrahafssvæðinu.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið hnúðlax er dregið af hnýði sem myndast á baki kynþroska hængs. Hængarnir eru auðþekkjanlegir á húði þessum. Hrygnan þekkist á fíngerðu hreistri og hringlaga dökkum bletti á sporðblöðkum. Hrygnunni er stundum ruglað saman við atlantshafslax en þó er áberandi munur ef vel er að gáð.

Lífsferill[breyta | breyta frumkóða]

Hnúðlax er sá lax sem hefur stystan lífsferil af löxum í Kyrrahafinu eða um 2 ár frá hrogni til kynþroska lax. Hnúðlax er fremur lítill og er meðalþyngd frá 1,75 til 2,5 kg, þó eru alltaf undantekningar og finnast laxar allt að 6 kg.

Hnúðlaxar eru ólíkir atlantshafslaxinum að því leyti að hnúðlaxar hrygna neðst í ám á meðan atlantshafslaxinn ferðast oft langt upp með ánni til að hrygna. Hnúðlax er mjög sjógengur í eðli sínu og gengur hann strax til sjávar eftir að hann kemur úr eggjunum. Hnúðlax lifir ekki eftir hrygningu svo segja má að líf þeirra sé fremur stutt.

Útbreiðsla í Evrópu[breyta | breyta frumkóða]

Hnúðlax lifir í Kyrrahafinu og er mest veidda laxategund Norður-Kyrrahafs. Hann finnst sem flækingur í Evrópu en hann kemur að öllum líkindum frá Rússlandi. Í Rússlandi voru gerðar tilraunir til að sleppa hnúðlaxaseiðum í ár á Kólaskaga, Eftir nokkrar tilraunir varð til sjálfbær laxastofn á Kólaskaga og er talið að hann hafi dreift sér að einhverju leyti. Talið er að hnúðlax sé að ná fótfestu í nokkrum ám í Noregi. Sá Hnúðlax sem veiðist á íslandi er talinn koma frá Noregi. Lítið veiðist af hnúðlaxi á íslandi en þó veiðast nokkrir á ári sem eru taldir flækingar. Á Íslandi er atlantshafslax eini sjálfbæri laxastofninn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?“. Vísindavefurinn.
  • Fróðleikur um Hnúðlax (Oncorhynchus gorbuscha) Geymt 27 nóvember 2020 í Wayback Machine
  • Óvelkominn gestur sem gæti numið hér land (Fiskifréttir 11. ágúst 2017)
  • Har du fått pukkellaks i sommer? 17.7.2017 Norsk institutt for naturforskning
  • Gunnar Jónsson (1983). Íslenskir fiskar. Fjölvaútgáfan, Reykjavík 519 bls.
  • Þór Guðjónsson (1961). Occurrence of Pink Salmon (Onchorhyncus gorbucha) in Iceland in 1960 and 1961. ICES. Salmon and trout committee. 4 p.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.