Hnévísir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Foo“ er hér venjulegur texti og „bar“ er hnévísir

Hnévísir (einnig undirskrift eða lágvísir) er í prentlist tala, tákn eða texti sem er hægra eða vinstra megin við annað tákn og birtist neðar á línunni.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Hnévísar eru notaðir í efnaformúlum til að gefa til kynna fjölda atóma, t.d. er efnaformúlan fyrir vatn H2O sem þýðir að vatnssameind er sett saman úr tveimur vetnisatómum og einu súrefnisatómi.

Hnévísar í Unicode[breyta | breyta frumkóða]

Í Unicode eru fjölmörg tákn fyrir hnévísa, s.s. ₀₁₂₃₄₅₆₇₈₉ fyrir tölurnar 0-9 ásamt öðrum táknum eins og ₊₋₌₍ og ₎.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]