Hjarta hafsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hjarta hafsins

Hjarta hafsins (franska: „Le Cœur de la Mer“) er heiti yfir bláa demantinn í kvikmyndinni Titanic frá árinu 1997. Demanturinn, sem er uppspuni handritshöfundar, er byggður á fræga bláa Hope demantinum sem geymdur er í Smithsonian-safninu. Einnig er talið að útlit demantsins sé byggt á svipuðu safírmeni sem Titanic farþeginn Kate Florence Phillips átti.

Í myndinni[breyta | breyta frumkóða]

Í kvikmynd James Cameron Titanic fer fornleifafræðingurinn Brock Lovett í leit að hálsmeninu sem hann telur að sé grafið á botni Atlantshafsins í flaki RMS Titanics. Teymi hans tekur peningaskáp farþega fyrsta farrýmisskipsins, Caledon Hockleys, upp á yfirborðið og er grunur hans staðfestur er hann finnur teikningu af nakinni konu með hálsmenið í skápnum sem teiknið var kvöldið sem skipið sökk. Demanturinn hafði eitt sinn verið í eigu Loðvíks 16. en hafi horfið stuttu eftir aftöku hans árið 1793 og mótaður í hjartalagað hálsmen. Minnst er á að Hope demanturinn sé minna virði en Hjartað en í raun og veru var sá demantur í eigu Loðvíks 16.

Konan í teikningunni, Rose Calvert (áður DeWitt Bukater) hefur samband við Lovett til þess að segja honum sögu hennar um borð skipsins. Rose var talin hafa glatast í sjóslysinu þegar skipið sökk en var hún unglingsstúlka á fyrsta farrými sem trúlofuð var Caledon Hockley. Hann hafði keypt menið fyrir hana í von um að hún myndi elska hann. Um borð skipsins hafði Rose kynnst ungum manni, Jack Dawson, sem var listamaður á þriðja farrými og var orðin ástfangin af honum. Dawson var sá sem teiknað hafði myndina af henni án þess að Hockley vissi af því. Þegar að skipið byrjar að sökkva telur Caledon sig eiga hærri líkur að lifa af heldur en Dawson og þykist hafa áhyggjur af Rose. Hann setur þá jakkann sinn utan um hana en hann man ekki þá að í vasanum á þeim jakka er hálsmenið. Rose flýr stuttu síðar ásamt Jack á meðan skipið sekkur og fer hún ofan í sjóinn með skipinu. Hún og Jack synda í burtu og finna þau flak af skipinu en það bar ekki þau bæði og fór Rose upp á en Jack var eftir í ísköldu vatninu. Þegar björgunarbátar sigla til þeirra sem fóru ofan í vatnið var Rose bjargað en hafði Jack frosið til dauða. Þegar Rose fer um borð skipsins „RMS Carpathia“ sem bjargaði öllum þeim í björgunarbátunum kemst hún að því að demanturinn er í vasa hennar. Allt hennar líf geymdi Rose demantinn en hvorki notaði né seldi hann fyrir peninga. Í enda myndarinnar fer hin aldraða Rose á skut skips Lovetts og hendir demantinum ofan í vatnið.

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Um borð alvöru skipsins RMS Titanic var blár safír um borð. Farþeginn Kate Florence Phillips fékk það að gjöf frá nýgiftum eiginmanni sínur, Samuel Morley, á skipinu. Þau voru að flýja til Bandaríkjanna í leit að betra lífi en Morley fórst með skipinu. Saga þeirra er talin hafa veitt James Cameron innblástur þegar hann skrifaði handrit myndarinnar Titanic. Dóttir hjónanna, Ellen Walker, var getin um borð skipsins.[1] Í kvikmyndinni Titanic frá árinu 1943 kemur blár demantur einnig við sögu í ástarsambandi þar sem honum er stolið.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]