Hjarðónæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bláir: Sóttnæmir en ósmitaðir. Gulir:‌ Heilbrigðir; orðnir ónæmir eftir veikindi (eða bólusettningu). Rauðir:‌ Sóttveikir og smitandi.

Hjarðónæmi er hugtak í sóttvarnarfræðum og er óbein vörn gegn smitsjúkdómum og á sér stað þegar stór hluti af íbúum er orðinn ónæmur gegn smitun, annaðhvort vegna þess að þeir hafa sigrast á sóttinni eða hafa verið bólusettir gegn henni og verða þannig nokkurskonar skjól fyrir þá sem enn eru smitnæmir. Þegar stór hluti íbúa hefur öðlast ónæmi er líklegra að það dragi úr smitun og að hinir ónæmu dragi þannig frekar úr útbreiðslu sjúkdómsins þar eð möguleikar hans til að dreifa sér til hina smitnæmu minnkar í sama hlutfalli og fjöldi hinna ónæmu eykst. Hugtakið var fyrst notað árið 1923 þegar bólusetning barna gegn mislingum bar árangur. Hjarðónæmi myndaðist t.d. við bólusótt og árið 1977 var sjúkdómurinn upprættur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]