Hjálp:Handbók möppudýra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta er samantekt á samþykktum Wikimedia og íslensku wikipedia varðandi réttindi möppudýra auk tæknilegra atriða um þau og hvaða úrræði þau geta nýtt sér. Þessari samantekt er skipt í tvo meginkafla sem eru almennar aðgerðir og aðgerðir gegn skemmdarverkum.

Almennar aðgerðir[breyta | breyta frumkóða]

Breyta notendanafni[breyta | breyta frumkóða]

Breyta notendanafni er aðgerð þar sem framlög notenda, notendasíður og aðgerðarskrár flytjast yfir á nýja notendanafnið. Öllum beiðnum um breytingu á notendanafni skal beint á meta:Steward requests/Username changes. Enginn á íslensku wikipediu getur séð um þessa aðgerð.

Eyðing[breyta | breyta frumkóða]

Eyðing er aðgerð þar sem síðu er eytt. Þegar síðu hefur verið eytt geta óskráðir notendur (vistföng) og notendur sem ekki hafa sérstök réttindi, ekki séð síðuna. Möppudýr, ráðsmenn (enska: stewards) og aðrir álíka hátt settir notendur geta hinsvegar séð síðuna. Eyðing er framkvæmd með því að fara á greinina sem á að eyða, setja músina yfir örina hliðiná leitarboxinu og smella á eyða.

Síðum er eytt samkvæmt samþykktinni Wikipedia:Viðmið um eyðingu greina.

Endurvakning[breyta | breyta frumkóða]

Endurvakning er aðgerð þar sem síðu sem hefur verið eytt er endurvakin. Með því verður síðan aftur aðgengileg óskráðum notendum (vistföngum) og notendum sem hafa engin sérstök réttindi. Endurvakning er framkvæmd með því að fara á greinina sem á að endurvekja, setja músina yfir örina hliðiná leitarboxinu og smella á endurvekja.

Í samþykktinni Wikipedia:Grein um mig kemur fram að það eigi að ræða endurvakninguna. Ef það er ekki gert þá er það brot á hegðunareglum.

Færa[breyta | breyta frumkóða]

Færa er aðgerð þar sem efni síðunnar og breytingarsaga hennar er færð á nýjan titil. Notendur fá fyrst þessi réttindi þegar þeir verða sjálfkrafa staðfestir. Þá geta þeir farið á greinina sem á að færa, sett músina yfir örina hliðiná leitarboxinu og smellt á færa. Við þetta verður til tilvísun á nýja titilinn.

Þegar notendur verða möppudýr þá geta þeir eytt tilvísuninni í leiðinni, fært notandasíður, skrár og undirsíður.

Breyta notendaréttindum[breyta | breyta frumkóða]

Breyta notendaréttindum þýðir að gefa notenda auka réttindi (eða taka þau réttindi aftur). Til þess að framkvæma aðgerðina er farið í framlög notandans og smellt á tengilinn "Breyta notendaréttindum" sem er undir titlinum "Framlög notanda". Þá birtist valmynd, þar sem þú getur tilgreint hvaða réttindi notandinn á að fá.

Möppudýr geta veitt möppudýraréttindi, vélmennaréttindi og svokölluð IP block exempt réttindi. IP block exempt eru réttindi þar sem notandinn er undanskilinn banni á vistfangi. Þau eru stundum notuð í tengslum við fjöldabönn (sjá nánar um fjöldabönn neðar á þessari síðu). Réttindi eru einungis veitt eftir umræðu.

Möppudýr[breyta | breyta frumkóða]

Umskókn um möppudýraréttindi er sett fram á Wikipedia:Möppudýr og þar eru einnig reglur sem þarf að fylgja þegar notanda er veitt möppudýraréttindi.

Vélmenni[breyta | breyta frumkóða]

Umsókn um vélmennaréttindi er sett fram á Wikipedia:Vélmenni og þar eru einnig reglur um hvaða atriði vélmennin þurfi að uppfylla til þess að fá vélmennaréttindi.

Breyta notendaviðmótinu[breyta | breyta frumkóða]

Notendaviðmótið byggir á meldingum sem hafa verið þýddar af notendum vefsins. Meldingarnar eru þýddar á Translatewiki. Hér á eftir er listi af meldingum sem eru sérsniðnar fyrir íslensku wikipediu og eru geymdar hér:

  • Melding:Uploadtext – Viðvörunarskilaboðin á upphlöðunarsíðunni.
  • Melding:Copyrightwarning2 – Höfundaréttar viðvörunin sem birtist fyrir neðan breytingargluggann.
  • Melding:Common.css – Stílsnið (CSS) sem ræður útliti síðunnar og er sameiginlegt í öllum þemum
  • Melding:Common.js – Skrifta (JavaScript) fyrir öll þemu.
  • Melding:Monobook.js – Inniheldur skriftu í JavaScript fyrir EinBók þemað.
  • Melding:Edittools – Listi af táknum sem birtast í breytingarstikunni, undir Edittools.
  • MediaWiki:Sidebar – Tilgreinir hvaða tenglar séu í "Flakk" rammanum sem er í hliðarstikunni til vinstri. Hún leyfir líka að búa til nýjan ramma með fleiri tenglum.
  • Melding:Monobook.css – Stílsnið (CSS) sem ræður útliti síðunar fyrir EinBók sniðið.
  • Melding:Licenses – Listi yfir leyfi fyrir skrár sem birtast á upplöðunarsíðunni.
  • Melding:Sharedupload – Birtist á síðum mynda sem eru notaðar á Wikipedia en eru frá commons.
  • Melding:Tagline – Textinn sem birtist fyrir neðan titil síðunnar (á wikipediu er þessi texti: "Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu").

Yfirfara breytingar[breyta | breyta frumkóða]

Breytingar eru yfirfarnar til að gefa til kynna að breytingin sé gagnleg og til að hvetja til samvinnu gegn skemmdarverkum og amapósti. Þegar breyting er merkt sem yfirfarin ertu að láta aðra vita að hún sé gagnleg, svo þeir þurfi ekki að fara yfir sömu breytinguna.

Óyfirfarnar breytingar eru merktar á tveimur stöðum. Í fyrsta lagi í nýlegum breytingum:

Taktu eftir rauða upphrópunarmerkinu, sem gefur til kynna að breytingin sé óyfirfarin.

Í öðru lagi í nýjustu greinum:

Taktu eftir gula litnum sem gefur til kynna að breytingin sé óyfirfarin.

Breytingar eru yfirfarnar með því að smella á eftirfarandi tengil:

Flytja inn síður[breyta | breyta frumkóða]

Flytja inn síður er möguleiki þar sem síða er færð frá einu wikipedia tungumáli yfir á íslensku wikipediu. Síður eru fluttar inn með viðmótinu á Kerfissíða:Flytja inn. Förum aðeins yfir möguleikana:

  • Hægt er að flytja inn síður frá ensku (en), þýsku (de), norsku (no) og dönsku (da) wikipediunum.
  • Þegar síður eru fluttar inn er breytingarskráin flutt með og þær breytingar sjást í framlögum notandans og breytingarskrá síðunnar en ekki í nýjustu breytingum.
  • „Afrita allar breytingar þessarar síðu” flytur inn breytingarskránna í heild sinni, alveg frá því að hún var stofnuð. Ef hún er ekki valin er eingöngu síðasta breytingin flutt inn.
  • „Hafa með öll snið og innifaldar síður” innifelur ekki bara þau snið sem eru notuð á síðunni heldur einnig þau snið sem eru notuð á þeim sniðum og svo framvegis. Þar að auki yfirskrifar hún þau snið sem eru til fyrir. Þessi möguleiki getur auðveldlega orðið til þess að fleiri síður séu fluttar inn en notandinn vildi.


Aðgerðir gegn skemmdarverkum[breyta | breyta frumkóða]

Skemmdarverk kallast það þegar efni er sett inn, fjarlægt eða breytt til að gera lítið úr heilindum Wikipediu. Hér á eftir eru aðgerðir gegn skemmdarverkum.

Taka aftur breytingar[breyta | breyta frumkóða]

Við þessa aðgerð er síðunni breytt aftur. Allir notendur geta tekið aftur breytingar en möppudýr geta tekið aftur síðustu breytingar síðasta notanda sem breytti síðunni með einum músarsmelli.

Þessi aðgerð er nefnd í tveimur samþykktum. Í fyrsta lagi stendur á Wikipedia:Máttarstólpar Wikipediu að það megi taka aftur breytingar ef mistök verða. Í öðru lagi stendur á Wikipedia:Framkoma á Wikipediu að það skuli forðast að taka breytingar aftur nema þegar skemmdarverk er um að ræða. Útskýrðu afhverju þú tekur aftur breytingar í breytingarágripinu.

Fela breytingar[breyta | breyta frumkóða]

Fela breytingar er valmöguleiki í breytingarskrá síðna og eyðingarskrá sem gerir möppudýrum kleift að fela breytingar fyrir notendum og vistföngum. Hann er notaður með því að haka við þá breytingu sem á að fela og smella á "sýna/fela valdar breytingar". Með þessum möguleika er hægt að:

  • Fela texta breytingarinnar
  • Fela breytingarágrip
  • Fela notendanafn eða vistfang

Á öllum verkefnum Wikimedia má nota þennan möguleika í eftirfarandi aðstæðum:

  • Fjarlægja persónuupplýsingar eins og símanúmer, heimilisfang, vinnustað eða upplýsingar sem einstaklingurinn hefur ekki opinberað.
  • Fjarlægja mögulega ærumleiðandi upplýsingar, annaðhvort a) eftir ráðleggingum Wikimedia eða b) þegar það sé augljóst og engin ritstjórnarleg ástæða er fyrir því að halda henni.
  • Fjarlægja höfundaréttarbrot eftir ráðleggingum Wikimedia
  • Fjarlægja notendanöfn sem fela í sér persónuárás í aðgerðarskrám og listum, þar sem þetta raskar ekki breytingarsögu síðna. Persónuárásir eru ætlaðar til að ófrægja, ógna, móðga eða áreita einhvern.

Bann[breyta | breyta frumkóða]

Bann er aðgerð þar sem komið er í veg fyrir að notandi geti breytt síðum. Þennan möguleika geta möppudýr fundið í nýlegum breytingum og framlögum notanda. Þegar smellt er á þann tengil færðu upp valmynd þar sem valið er hversu lengi bannið á að vera og hvað eigi að koma í veg fyrir að notandinn geri. Með banni getur möppudýr einnig komið í veg fyrir sendingar tölvupósts í gegnum MediaWiki („Senda þessum notanda tölvupóst” tengilinn í hliðarstikunni á notendasíðum verður óvirkur).

Engin samþykkt virðist vera um bönn, en í umræðu um þær kemur fram að það eigi að banna notenda sem framkvæmir skemmdarverk jafnóðum. Ekki er þó alltaf ljóst hvort skemmdarverk er um að ræða, eða einfandlega fikt.[1]

Verndun[breyta | breyta frumkóða]

Verndun er aðgerð sem takmarkar breytingar á síðu. Hún hindrar stórum hóp notanda að breyta ákveðinni grein. Tvennskonar verndun er til. Í fyrsta lagi hálfverndun, þar sem óskráðir notendur (vistföng) og notendur sem hafa verið skráðir innan fjagra daga geta ekki breytt síðunni. Í öðru lagi full verndun, þar sem eingöngu möppudýr geta framkvæmt breytingarnar.

Verndun er nefnd í nokkrum samþykktum. Í samþykktinni Wikipedia:Grein um mig kemur fram að þær eru notaðar tímabundið gegn skemmdarverkum og deilum.

Síendurtekin skemmdarverk[breyta | breyta frumkóða]

Í sumum tilfellum duga ekki þær aðgerðir sem eru nefndar fyrir ofan og þá er hægt að grípa til frekari aðgerða. Þær aðgerðir eru nefndar hér á eftir.

Fjöldaeyðing[breyta | breyta frumkóða]

Fjöldaeyðing er aðgerð þar sem annaðhvort mörgum síðum sama notanda eða síðum sem hafa svipaðan titil er eytt í einu. Þessi aðgerð er framkvæmd á Kerfissíða:Fjöldaeyða í tveimur skrefum.

Í fyrsta skrefi þarft þú að tilgreina notendanafn eða hluta úr titli. Í seinna skrefinu færð þú lista yfir síður sem eiga við þessi skilyrði sem þú getur valið úr. Að lokum getur þú gefið upp ástæðu og staðfest aðgerðina.

Eins og með aðrar eyðingar á að nota þessa aðgerð í samræmi við samþykktina Wikipedia:Viðmið um eyðingu greina.

Fjöldabönn[breyta | breyta frumkóða]

Fjöldabönn er ákveðin tegund banns, þar sem fjöldi vistfanga í röð er bannaður í einu. Í grunnatriðum eru þær framkvæmdar eins og önnur bönn en munurinn felst í því að aftan við visfangið er bætt við skástrik og tala, sem segir til um hversu mörg vistföng í röð eigi að banna. Frekari útskýring kemur hér á eftir og einblínir á IPv4 staðalinn eingöngu.

Ótæknileg útskýring[breyta | breyta frumkóða]

Vistföng eru skiptar upp sem röð af númerum (t.d. 148.20.57.0 til 148.20.57.255). Þegar hún nær 255 er næsta vistfang 148.20.58.0.

Hægt er að brjóta upp röð visfanga í smærri hópa. Smæsti hópurinn sem væri hagkvæmt að banna nær yfir 4 vistföng. Þau geta meðal annars verið:
148.20.57.0 - 148.20.57.3
148.20.57.4 - 148.20.57.7

Finna út fjölda vistfanga[breyta | breyta frumkóða]

Hugbúnaðurinn sem Wikipedia keyrir á, MediaWiki styður fjöldabönn á allt að 65.536 vistföngum í röð. Hægt er að nota tvær aðferðir til þess að finna út hversu mörg visföng eigi að banna, í fyrsta lagi með töflunni hér fyrir neðan og í öðru lagi með þessum smátólum:

Dæmi: Ef á að banna vistföngin 148.20.57.0 - 148.20.57.3 þá setur þú 148.20.57.0/30 í reitinn "Vistfang eða notandanafn:"

CIDR Fyrsta vistfang Síðasta vistfang Fjöldi vistfanga
69.208.0.0/16 69.208.0.0 69.208.255.255 65,536
69.208.0.0/17 69.208.0.0 69.208.127.255 32,768
69.208.0.0/18 69.208.0.0 69.208.63.255 16,384
69.208.0.0/19 69.208.0.0 69.208.31.255 8,192
69.208.0.0/20 69.208.0.0 69.208.15.255 4,096
69.208.0.0/21 69.208.0.0 69.208.7.255 2,048
69.208.0.0/22 69.208.0.0 69.208.3.255 1,024
69.208.0.0/23 69.208.0.0 69.208.1.255 512
69.208.0.0/24 69.208.0.0 69.208.0.255 256
69.208.0.0/25 69.208.0.0 69.208.0.127 128
69.208.0.0/26 69.208.0.0 69.208.0.63 64
69.208.0.0/27 69.208.0.0 69.208.0.31 32
69.208.0.0/28 69.208.0.0 69.208.0.15 16
69.208.0.0/29 69.208.0.0 69.208.0.7 8
69.208.0.0/30 69.208.0.0 69.208.0.3 4
69.208.0.0/31 69.208.0.0 69.208.0.1 2
69.208.0.0/32 69.208.0.0 69.208.0.0 1

Misnotkunarsía[breyta | breyta frumkóða]

Misnotkunarsían er sjálfvirkt tæki sem athugar allar breytingar til þess að finna hvort einhver þeirra passi við eina af þeim síum sem eru virkar. Þessar síur byggja á reglulegum segðum. Allar virkar síur skrá niður hvaða breytingar þær passa við og þann lista má sjá á Kerfissíða:Misnotkunarskrá. Allir geta skoðað misnotkunarskránna og misnotkunarsíur.

Hver sía fyrir sig getur brugðist við með fimm mögulegum aðgerðum:

  • Að sían framkvæmi eingöngu aðgerðir ef sama breytingin er gerð nokkrum sinnum af sama notanda
  • Vara notandann við með forskrifuðum skilaboðum
  • Loka á breytinguna
  • Fjarlægja réttindin sjálfvirkt staðfestur notandi
  • Merkja breytinguna í nýlegum breytingum

Nánari upplýsingar um aðgerðir er að finna á mw:Extension:AbuseFilter/Actions og nánari upplýsingar um reglurnar sem síurnar eru búnar til eftir á mw:Extension:AbuseFilter/RulesFormat.

Bannlistar[breyta | breyta frumkóða]

Þrennskonar bannlistar eru til. Þeir byggja allir á reglulegum segðum eins og misnotkunarsían. Táknin [ ^ $ . | ? * + ( ) hafa öll sérstaka virkni í reglulegum segðum. Ef sían er ekki regluleg segð og eitt af þessum táknum er í síunni þarf að setja \ á undan tákninu.

  • Melding:Spam-blacklist er bannlisti fyrir ytri tengla. Færslur á bannlistanum ættu að innihalda lénið, en ekki vefslóðina. Dæmi: ef banna á example.com, þá er það gert með example\.com, en ekki http://www.example.com.
  • Melding:Titleblacklist er bannlisti fyrir titla, notendanöfn og skráarnöfn. Hann hefur eftirfarandi eiginleika:
    • <autoconfirmed> - Eingöngu sjálfkrafa staðfestir notendur geta stofnað/hlaðið inn/fært síðunni
    • <casesensitive> - Gera síuna hástafanæma
    • <noedit> - Notendur mega ekki breyta greininni
    • <moveonly> - Lokar á möguleikann að færa síðuna á titilinn en leyfir hefðbundna stofnun síðunnar
    • <newaccountonly> - Loka á skráningu notendanafna, en leyfa stofnun síðna
    • <reupload> - Leyfa yfiritun á skrá með þessum titli
    • Dæmi: óliver & company <moveonly> lokar á möguleikann að færa síðuna á titilinn "Óliver & company"
  • Melding:Bad image list er bannlisti sem lokar á notkun mynda á síðum. Með öðrum orðum, myndir sem eru á þessum lista birtast ekki á síðum, þrátt fyrir að tengt sé í þær.


Á sama hátt eru til listar sem leyfa þær færslur sem eru á þeim, þrátt fyrir að þær séu á bannlista. Þessir listar eru:

Úrræði[breyta | breyta frumkóða]

Möppudýr hafa einnig kost á nokkrum úrræðum gegn skemmdarverkum sem þeir geta óskað eftir frá ráðsmönnum (e. Stewards). Þessi úrræði eru tilgreind hér fyrir neðan.

Athuganir á notendum[breyta | breyta frumkóða]

Ef grunur er um Grímuleiki má athuga hvort sami notandi sé á bak við notendanöfnin. Notendaskilmálarnir takmarka notkun á þessu úrræði og viðeigandi kafli úr notendaskilmálunum er svohljóðandi:

Release: Policy on Release of Data[breyta | breyta frumkóða]

It is the policy of Wikimedia that personally identifiable data collected in the server logs, or through records in the database via the CheckUser feature, or through other non-publicly-available methods, may be released by Wikimedia volunteers or staff, in any of the following situations:

  1. In response to a valid subpoena or other compulsory request from law enforcement,
  2. With permission of the affected user,
  3. When necessary for investigation of abuse complaints,
  4. Where the information pertains to page views generated by a spider or bot and its dissemination is necessary to illustrate or resolve technical issues,
  5. Where the user has been vandalizing articles or persistently behaving in a disruptive way, data may be released to a service provider, carrier, or other third-party entity to assist in the targeting of IP blocks, or to assist in the formulation of a complaint to relevant Internet Service Providers,
  6. Where it is reasonably necessary to protect the rights, property or safety of the Wikimedia Foundation, its users or the public.

Beiðnir um slíka athugun fara á meta:Steward requests/Checkuser.

Læsa aðgangi[breyta | breyta frumkóða]

Læsing aðgangs hefur þau áhrif að viðkomandi getur ekki skráð sig inn á nokkurt wikimedia verkefni. Sjá nánar á meta:Global locks.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]