Fara í innihald

High Wycombe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

High Wycombe, einnig kallaður Wycombe er gamall markaðsbær í Buckinghamshire, Englandi, við ána Wye. Hann er um 47 km norðvestur af London. Íbúar voru um 125.000 árið 2016 og er Wycombe stærsta þéttbýli í Buckinghamshire utan Milton Keynes. Húsgagnagerð gerði bæinn frægan á 19.öld. Wycombe Wanderers er knattspyrnulið bæjarins.