Hervarar saga og Heiðreks
Útlit
(Endurbeint frá Hervarar saga)

Hervarar saga og Heiðreks er ein af fornaldarsögum Norðurlanda. Sagan snýst um galdrasverðið Tyrfing og áhrif þess á þá sem það eignast. Helstu söguhetjurnar eru Hervör og sonur hennar Heiðrekur konungur.
Sagan inniheldur kvæðið „Gátur Gestumblinda“. Þar kemur Óðinn í dulargervi til Heiðreks konungs og takast þeir á í gátukeppni. Í lokagátunni er spurt hvað Óðinn hafi hvíslað að Baldri áður en lík hans var brennt. Þá áttar Heiðrekur sig á að þarna er Óðinn sjálfur kominn og heggur til hans, en Óðinn bregður sér í valslíki og flaug á brott. Eftir þetta leggur Óðinn það á Heiðrek að hann muni verða drepinn af þrælum sínum og það gengur eftir.
Sagan hafði meðal annars áhrif J. R. R. Tolkien.