Fara í innihald

Hep Stars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hep Stars var sænsk popphljómsveit stofnuð árið 1963 af þeim Lennart Hegland og Christer Pettersson. Þeir fengu til liðs við sig orgelleikarann Hans Östlund og gítarleikarann og söngvarann Janne Frisk. Sama ár koma hljómsveitin fram í hljómsveitarkeppni í Bromma.

Árið eftir átti hljómsveitin að koma fram á tónleikum en þar sem Frisk var í tónleikaferðalagi með harmonikkuleikaranum Erik Frank þurfti Svenne Hedlund að spila fyrir hann. Úr því sagði Hedlund sig úr hljómsveitini Clifftones og gerðist meðlimur í Hep Stars.

Åke Gerhard, textahöfundur og útgefandi, gerðist umboðsmaður hljómsveitarinnar og kom henni í tónleikaferðalag þetta sama sumar. Fyrsta smáskífa Hep Stars var Kana Kapila. Hans Östlund hætti í hljómsveitini þetta örlagaríka ár og Benny Andersson (þá í Elverkets Spelmans-lag og síðar í ABBA) kom í hans stað.

Þann 13. apríl 1965 kom smáskífan Cadillac út og fór strax í 9. sæti sænska kvöldlistans (Kvällstoppen). Þar tórði hún í 14 vikur og fór hæst í 1. sæti listans. Viku síðar komst önnur skífa sveitarinnar inn á listann, A Tribute to Buddy Holly, og fór hún í 15. sætið. Þriðju vikuna í röð komst smáskífa sveitarinnar inn á listann og í þetta sinn var það lagið Farmer John. Lagið fór beint í 10. sætið þann 27. apríl 1965.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]