Fara í innihald

Helgi Styrsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helgi Styrsson (d. eftir 1430) var íslenskur sýslumaður og hirðstjóri á 15. öld. Hann bjó á Krossi í Landeyjum. Ætt hans er óþekkt.

Helgi var einn af þeim sem skrifuðu undir hyllingarbréf Eiríks konungs af Pommern á Alþingi 1419 og hefur því verið í hópi helstu höfðingja landsins. Í bréfi frá 11. apríl 1420, um óleyfilega vetursetu sex enskra kaupmanna í Vestmannaeyjum, er hann sagður sýslumaður þar. Í bréfi til Eiríks konungs sem skrifað er á Alþingi sama sumar virðist hann vera orðinn hirðstjóri eða umboðsmaður hirðstjóra ásamt Þorsteini Helmingssyni (Ólafssyni). Í öðru bréfi sem skrifað er seinna um sumarið kallar hann sig hirðstjóra sunnan og austan.

Sonur Helga var Teitur bóndi í Stóradal undir Eyjafjöllum.


Fyrirrennari:
Arnfinnur Þorsteinsson
Hirðstjóri
með Þorsteini Ólafssyni
(14201423 ?)
Eftirmaður:
Hannes Pálsson
Balthazar van Damme