Helgiþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helgiþinur
Helgiþinsskógur í fjöllum Mexíkóríkis
Helgiþinsskógur í fjöllum Mexíkóríkis
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. religiosa

Tvínefni
Abies religiosa
(Kunth) Schltdl. & Cham., 1830[2]
Samheiti
 • Abies colimensis Rushforth & Narave F., H.
 • Abies glauca Roezl ex Gordon
 • Abies glaucescens Roezl
 • Abies hirtella (Kunth) Lindl.
 • Abies religiosa subsp. colimensis (Rushforth & Narave) Silba
 • Abies religiosa var. colimensis (Rushforth & Narave) Silba
 • Abies religiosa subsp. glaucescens (Roezl) Silba
 • Abies religiosa var. glaucescens Carrière
 • Abies religiosa var. hirtella (Kunth) Carrière
 • Abies religiosa var. lindleyana Carrière
 • Abies religiosa subsp. perotensis (Silba) Silba
 • Abies religiosa var. perotensis Silba
 • Abies tlapalcatuda Roezl
 • Picea glaucescens (Roezl) Gordon
 • Picea hirtella (Kunth) Loudon
 • Picea religiosa (Kunth) Loudon
 • Pinus hirtella Kunth
 • Pinus religiosa Kunth
 • Pinus religiosa var. minor Parl.

Helgiþinur eða Abies religiosa (þekktur sem oyamel á spænsku) er þintegund frá fjöllum mið og suður Mexíkó (Trans-Mexíkanska gosbeltisins, Sierra Madre del Sur) og vestur Guatemala. Hann vex hátt yfir sjó (í 2100 til 4100 metrum) í skýjaskógum með svölum rökum sumrum og þurrum vetrum á stærsta hluta búsvæðis síns. Í ríkinu Veracruz, er h úrkoma allt árið. Tegundin þolir reglulega vetrarsnjókomu.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Abies religiosa er meðalstórt til stórt sígrænt tré sem verður 25 til 50 metra hátt, með stofnþvermál að 2 metrum. Barrið er nálarlaga, flatt, 1.5 til 3.5 sm langt og 1.5 breitt og 0.5 mm þykkt, dökkgrænt að ofan, og með tvær bláhvítar loftaugarákir að neðan; oddurinn er hvass. Barrið stendur í spíral eftir sprotanum, Það er í spíral eftir sprotanum, en hvert undið breytilega neðst svo þau liggja flatt til hvorrar hliðar og ofan til á sprotanum, með engin neðan til. Sprotarnir eru rauðbrúnir, hárlausir eða með gisinni hæringu. Könglarnir eru 8 til 16 sm langir og 4 til 6 sm breiðir, dökk-blápurpuralitir fyrir þroska; hreisturblöðkurnar eru purpuralitar eða grænleitar, meðallangar, með endann sýnilegan í lokuðum könglum. Vængjuð fræin losna þegar könglarnir sundrast við þroska, um 7 til 9 mánuðum eftir frjóvgun. Tré frá vestari hluta útbreiðslusvæðisins á Nevado de Colima í Jalisco hafa köngla með stærri aftursveigðum hreisturblöðku (svipað og hjá eðalþins könglum); þau eru stundum talin til eigin tegundar, Abies colimensis.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Spænska nafnið "oyamel" kemur frá Nahuatl orðinu oyametl (oya, að þreskja; metl, agave; bókstaflega "þreskja agave"). Það er einnig kallað "árbol de Navidad" (jólatré) í Mexíkó. Íslenska og enska heitið kemur úr fræðiheitinu Abies religiosa, bókstaflega "trúarlegur þinur". Þetta kemur frá notkun afskorinna greina í trúarhátíðum í Mexíkó, sérstaklega jólum.

Mikilvægi[breyta | breyta frumkóða]

Helgiþinur er það tré sem (Danaus plexippus) kýs helst að vera á á meðan dvala þess stendur í skógum Trans-Mexíkanska gosbeltisins. Þó að þau þekkist í öðrum hlutum suður hálendi Mexíkó, þar sem ekki er öll tegundin fardýr, safnast megnið af þeim í Monarch Butterfly Biosphere Reserve nálægt bæjunum Angangueo (Michoacán) og Avándaro (Mexíkó (ríki)), frá desember til mars.

Viðurinn er frekar mjúkur og þar af leiðandi ekki hentugur í trésmíði. Hinsvegar fer útbreiðsla hans minnkandi vegna skógarhöggs fyrir eldivið og öðrum ágangi manna.[3]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Farjon, A. (2013). Abies religiosa. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T39592A2929657. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T39592A2929657.en. Sótt 19. nóvember 2021.
 2. „Abies religiosa (Kunth) Schltdl. & Cham“. Germplasm Resources Information Network. United States Department of Agriculture. 12. október 1999. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2011. Sótt 22. október 2009.
 3. „Oyamel (Abies religiosa) (PDF). CONABIO. Sótt 30. ágúst 2016.[óvirkur tengill]
 • Liu, T. S. (11 November 1971). A Monograph of the genus Abies. National Taiwan University.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.