Hekla Aurora
Útlit

Hekla Aurora var Boeing 757-200 flugvél sem var notuð af Icelandair í 21 ár.[1] Vélin var þekkt fyrir Aurora Borealis útlitið sem hún skartaði.[2][3] Hún var ein af þremur Boeing vélum Icelandair sem fengu sérstakt þema, ásamt vélunum Vatnajökull og Þingvellir.
Flugvélin var tekin úr notkun í október 2025 og síðasta flug hennar fyrir Icelandair var útsýnisflug með 140 farþega frá Reykjavík.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Kristján Már Unnarsson (12 október 2025). „Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands“. Vísir.is. Sótt 13 október 2025.
- ↑ Nick Vivion (6 febrúar 2015). „Icelandair guarantees you'll see the Northern Lights with the awesome Hekla Aurora plane“. USA Today. Sótt 13 október 2025.
- ↑ Kjartan Atli Kjartansson (10. desember 2014). „Flugvél Icelandair skreytt með norðurljósunum“. Vísir.is. Sótt 13 október 2025.
- ↑ Sigurður Bogi Sævarsson (13 október 2025). „Síðasta ferð Norðurljósa“. Morgunblaðið. Sótt 13 október 2025.