Heimspeki endurreisnartímans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Heimspeki endurreisnarinnar)
[edit]
Saga vestrænnar heimspeki
Fornaldarheimspeki
Forverar Sókratesar
Klassísk heimspeki
Hellenísk heimspeki
Rómversk heimspeki
Heimspeki síðfornaldar
Miðaldaheimspeki
Skólaspeki
Heimspeki endurreisnartímans
Heimspeki 15. aldar
Heimspeki 16. aldar
Nýaldarheimspeki
Heimspeki 17. aldar
Heimspeki 18. aldar
Heimspeki 19. aldar
Heimspeki 20. aldar
Rökgreiningarheimspeki
Meginlandsheimspeki
Heimspeki samtímans

Heimspeki endurreisnartímans er tímabili í sögu evrópskrar heimspeki sem tekur við af miðaldaheimspeki og lýkur við upphaf nýaldarheimspeki.[1] Til þess teljast 15. og 16. öld. Sumir fræðimenn telja einnig ýmist síðari hluta 14. aldar eða fyrri hluta 17. aldar með. Það sem einkennir einkum tímabilið er endurreisn eða öllu heldur endurfæðing klassískrar fornaldarmenningar, ekki síst forngrískrar menningar og klassískra mennta. Að einhverju leyti var horfið aftur til kennivalds Platons framyfir kennivald Aristótelesar, sem vofði yfir miðaldaheimspeki og skólaspekinni; og meðal sumra hugsðuða gætti jafnvel áhuga á dulspeki.

Á endurreisnartímanum bárust grísk handrit í auknum mæli úr austri vestur til Ítalíu. Handritunum fjölgaði með falli Konstantínópel og Býsansríkisins árið 1453. Í kjölfarið jókst þekking á grískri heimspeki til muna í Vestur-Evrópu. Mikilvægustu höfundarnir voru Platon, Aristóteles og Plótínos og ýmsar heimildir um stóuspeki og epikúrisma en ekki síst rit Sextosar Empeirikosar. Grísk efahyggja hafði þónokkur áhrif á ýmsa hugsuði, meðal annars Michel de Montaigne (1533 – 1592) og Francisco Sanches (1551 – 1623).[2]

Miðaldaheimspeki hafði einkum snúist um rök frá kennivaldi og greiningu á fornum textum með aðstoð aristótelískrar rökfræði. Á endurreisnartímanum komu fram fjölmargar nýjar hugmyndir sem dróu í efa kennivaldið. Roger Bacon (1214 – 1294) var meðal fyrstu höfundanna sem hvöttu til þess að kennivaldið yrði reynt með tilraunum og á grundvelli skynseminnar. Niccolò Machiavelli (1469 – 1527) ögraði hefðbundnum hugmyndum um siðferði og Francis Bacon (1561 – 1626) skrifaði til stuðnings vísindalegum aðferðum í heimspekilegum athugunum.

Sögulegt yfirlit[breyta | breyta frumkóða]

Michel de Montaigne

Segja má að endurreisnin hafi einkum falist í því að sækja fyrirmyndir til klassískrar fornaldar. Náttúruhyggja einkenndi list tímabilsins og stærðfræðin var á ný álitin nátengd heimspekinni. Orsakirnar voru einkum undanhald og fall Býsansríkisins árið 1453, aukin samskipti austurs og vesturs, kynni Vestur-Evrópubúa af grískum handritum, prentun bóka, og verslun við Kína og Indland.

Ein mikilvægasta heimspeki tímabilsins var mannhyggjan eða „húmanisminn“ sem fólst í aukinni áherslu á mannlífið í stað þess að álíta heiminn fyrst og fremst áfanga á leið til handanlífs kristninnar. Pico della Mirandola (1463-1494) samdi ritið Oratio de Hominis Dignitate eða Ræðu um mannlega virðingu árið 1486 en það er oft sagt vera „yfirlýsing endurreisnarinnar“. Mirandola höfðar til Platons og Aristótelesar til að færa rök fyrir gildi mannsins þar sem lögð er áhersla á getu mannsins til að öðlast þekkingu.

Helstu hugsuðir tímabilsins[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Prýðilegt yfirlit yfir heimspeki endurreisnartímans er að finna í Copenhaver (1992). Schmitt o.fl. (1991) veitir ítarlegri umfjöllun.
  2. Um áhrif grískrar efahyggju, sjá Popkin (2003).

Heimildir og ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Renaissance philosophy“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. desember 2006.
  • Copenhaver, Brian P., Renaissance Philosophy (Oxford: Oxford University Press, 1992). ISBN 0-19-289184-7
  • Popkin, Richard, The History of Scepticism: From Savonarola to Bayle (Oxford: Oxford University Press, 2003). ISBN 0-19-510768-3
  • Schmitt, C.B., Skinner, Q., Kessler, E., Kraye, J. (ritstj.), The Cambridge History of Renaissance Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 1991). ISBN 0-521-39748-0

Tengill[breyta | breyta frumkóða]