Heimsmeistaramót karla í handknattleik
Útlit
Heimsmeistaramót karla í handknattleik er stærsta keppni karlalandsliða í handbolta. Það var fyrst haldið árið 1938 í Þýskalandi, þar sem keppt var utandyra. Frá 1954 í Svíþjóð hefur mótið farið fram með reglubundnum hætti, framan af á þriggja til fjögurra ára fresti en frá 1993 annað hvort ár. Árið 1995 var HM haldið á Íslandi og verða Íslendingar aftur í hópi gestgjafa árið 2031.
Núverandi heimsmeistarar (frá 2023) eru Danir.